Kort sem sýnir vel nauðsyn aðgerðanna, sem eru gagnrýndar.

Það er sláandi, kortið af Evrópu sem sýnir útbreiðslu COVID-19. Ísland dökkbrúnt í litaskalanum ljósgrátt - brúnsvart sem sýnir útbreiðsluna eftir ríkjum. Covid í Evrópu. Kort.

Ísland er eina norræna ríkið sem er með meira en 100 smit á hverja 100 þúsund íbúa, en þá verður að gæta að því að í Mið-Svíþjóð er svæði með mun fleiri íbúum en Ísland, sem eru með háa smittölu. 

Og á pínulitla dökka blettinum austarlega í Þýskalandi, Berlín, búa tíu sinnum fleiri íbúar en á Íslandi, og þar er verið að herða sóttvarnir vegna hraðfjölgandi smita. 

Fróðlegt er að sjá þær mismunandi skoðanir, sem fólk hér heima hefur á orsökum þessara ófara hjá okkur í annarri bylgjunni.  

Sumir halda því fram, að þær séu því að kenna að ekki hafi verið slakað nægilega mikið um mitt sumar og vilja meira að segja gjörbreyta sóttvarnarlöggjöfinni, að því er virðist til að auðvelda opnanir og brottfall harðra aðgerða.  

Sé svo, er það skringilegt að í löndunum í vestanverðri Evrópu og í Berlín í Þýskalandi skuli nú verið að setja á jafnvel enn harðari aðgerðir en gert er hér. 

 


mbl.is Staðan svipuð og í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er áhugavert að velta ástæðunum fyrir sér. Hér var slakað á aðgerðum í september. Upp úr miðjum september fór svo smitum að fjölga hratt. Það er ekki úr vegi að setja þetta tvennt í samhengi. En svo er líka þrennt annað sem getur skipt máli:

Í fyrsta lagi að svona aðgerðir duga bara í ákveðinn tíma. Fólk fylgir fyrirmælunum vel í byrjun, en þreytist á því og slakar á.

Í öðru lagi að þegar sífellt er verið að breyta reglum og reglur eru jafnvel óljósar og matskenndar veit fólk ekki almennilega hvað má og hvað ekki.

Í þriðja lagi þegar loforðin sem gefin eru standast ekki. Dæmi: "Þetta verður allt í lagi" þegar landamæri voru opnuð. "Með þessu getum við lifað eðlilegu lífi" þegar landamærum var lokað. Nú heyrum við til dæmis gamalkunnan söng um að bara ef uppsveiflan núna gengur niður verið allt í lagi. Á endanum áttar fólk sig á að það er engin innistæða fyrir yfirlýsingunum og traustið glatast. Fólk áttar sig líka smátt og smátt á að bráðsmitandi veirusjúkdómur hverfur ekki bara þótt það takist að fækka smitum tímabundið. Og þá á sumt fólk til að fara að hugsa fram í tímann og velta fyrir sér af hverju yfirvöld gera það ekki líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.10.2020 kl. 22:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þorsteinn, við erum að reyna að halda heilbrigðiskerinu og spítölun í starfhæfu ástandi. Ekki að hlaupa eftir þínum smekk.

Halldór Jónsson, 12.10.2020 kl. 23:06

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað í ósköpunum ertu að tala um Halldór? Ég er að nefna nokkrar skýringar á því sem Ómar er að velta fyrir sér, þ.e.a.s. hver ástæða þess sé að smit á Íslandi hafa rokið upp með þeim hætti sem þau hafa gert. Það kemur smekk ekkert við, hvorki þínum né mínum, heldur snýst það um að leita líklegra skýringa. Umræða á að grundvallast á rökum og staðreyndum, ekki tilfinningum eða smekk.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.10.2020 kl. 23:35

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Biðst afsökunar á því að kortið atarna datt út úr pistlinum, en nú ætti það að vera komið tryggilega inn. 

Ómar Ragnarsson, 12.10.2020 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband