14.10.2020 | 23:56
Loftmengun getur verið heilsufars- og peningamál?
Íslensk rannsókn á loftmengun bendir til að hjartsláttartruflanir, gáttaflökt og gáttatif, geti orsakast af hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í andrúmsloftinu.
Meðal afleiðinga af gáttaflökti getur verið heilablóðfall, og ljóst er að þessar afleiðingar eru ekki aðeins stórt heilsufarsmál, heldur eru slík áföll afar dýr fyrir viðkomandi og þjóðfélagið, svo að haldið sé til haga þeim mælikvarða, sem svo margir telja mikilsverðan, hvað þetta kostar í peningum.
Þetta rennir viðbótarstoðum undir gildi þess að minnka loftmengun, til dæmis með aukinni notkun farartækja, sem gefa engan útblástur frá sér eins og þau tvö, sem eru á myndinni hér við hliðina.
Getur haft áhrif á gáttatif og -flökt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.