Beygingaletin sækir á.

Tilfinningin fyrir fleirtölu er á undanhaldi í meðferð tungunnar og eitt af einkennum málleti og hugsanaleti.  

Einu sinni var talað um að gera góð kaup og hvar væri hæst að gera bestu kaupin. 

Nú er þessi hugsun ekki aðeins á undanhaldi heldur hætt að tala um að kaupa hluti og sögnin að versla notuð í staðinn, "að versla sér alls konar hluti. 

Nafnið á verslununum Hagkaupum og Fjarðarkaupum er dregið af því að þar sé hægt að þar bjóðist bestu kaupin. 

En nú er búið að lama þessa hugsun svo gersamlega, að fyrirsögnin á tengdri frétt er "Líklegastir að mæla með Fjarðarkaup."  

Nú er svo komið að lesnar eru auglýsingar frá Hagkaupum og Útilífi þar sem þessi heiti eru óbeygð þótt þau séu í þolfalli og þágufalli. 

"Þú færð bestu kjörin í Útilíf." "Þú verslar i Hagkaup." Og sumir íþróttafréttamenn eru hættir að tala um leikmenn, sem eru í Breiðabliki, heldur beygja orðið alls ekki, tala um leikmenn í Breiðablik. 


mbl.is Líklegastir til að mæla með Fjarðarkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áður höfðu menn áhyggjur af þágufallssýki - Nú er komin þágufallsfælni!

El lado positivo (IP-tala skráð) 16.10.2020 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband