Nokkur atriði sem má kannski hafa í huga varðandi ævidagana.

Þegar velt er vöngum yfir eins konar exelskjali, sem gengur eins og rauður þráður í vegnum þjóðfélag okkar, 75 ára aldur, getur verið ágætt að skoða málið ekki aðeins frá þeirri hlið að dauðsfall sé skráð sem ótímabært dauðsfall, ef viðkomandi er 74 ára eða yngri. 

Exelskjalið gildir heldur betur í slysabótum. Við 75 ára aldur færast allir niður í svonefndan hrakvirðisflokk. 

Hin hliðin á þeirri staðreynd með ótímabæran og tímabæran dauðdaga er ekki nefnd, að fyrst svona er, verður dauðsfallið tímabært ef manneskjan er orðin 75 ára, og það jafnvel vel tímabært!  Að minnsta kosti hér á landi. 

"Dagur í senn" orti gamli biskupinn, og benti með því á þá staðreynd að ævidaga okkar lifum við bara einn og einn í senn, ævin er röð af augnablikum og röð af ævidögum. 

Lífið er alltaf núna. 

Enginn getur fyrirfram fullyrt um það hvort og hvenær hvert okkar getur lifað góðan dag, dag í senn. 

Það er ekkert sem segir að við getum ekki lifað góða eða dýrlega daga jafnt á níræðisaldri sem tvítugsaldri. 

Og ein staðreynd er óhrekjanleg: Hver ævidagur okkar á það sameiginlegt með fæðingardegi okkar, að vera fyrsti dagur þeirra ævi, sem við eigum ólifaða.  

Munurinn er þó sá, að við vorum í engri aðstöðu til að njóta fæðingardagsins í neinni líkingu við bestu ævidagana eftir hann.   


mbl.is Andlát af völdum Covid-19 á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Now you are talking!!

Húsari. (IP-tala skráð) 17.10.2020 kl. 01:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Athygliverð pæling Ómar

Halldór Jónsson, 17.10.2020 kl. 05:13

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hver er þess umkominn að ákveða að setja fólk á dauðalista við 75 ára aldur?
Las tvær fréttir í dag sem segja annað.
Önnur fréttin var erlend um spræka fimleikakonu, 91s árs.
hin íslensk um 103ja ára konu sem fékk Covid og lifði af.

Kolbrún Hilmars, 17.10.2020 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband