2,2ja milljóna dauðsfalla setningin er líklega mögnuðust.

Ónákvæmar er vægt orð yfir sumar yfirlýsingar forsetaframbjóðendanna í seinni kappræðunum nú fyrir helgina.

En ef á að velja eina, sem er mögnuðust, er fullyrðing Trumps yfir því að búist hefði verið við því að 2,2 milljónir Bandaríkjamanna létust vegna COVID-19 er sennilega einna stórkarlalegust. 

Fullyrðingin er raunar ekki ný, heldur á sér orðið nokkuð langa sögu, því að hann nefndi hana á blaðamannafundi sínum í vor.

En í síðustu kappræðum endurvakti Trump þessa fullyrðingu sína. 

Nú er sumarið liðið og fróðlegt að sjá, hvernig viðrar fyrir þetta tröllaukna loforð.  

Á blaðamannafundinum fyrrnefnda útskýrði hann hana nánar og var það ævintýraleg útskýring, því að þá nefndi hann aðra tölu, eina milljón manna, sem hefðu látið lífið í öllum styrjöldum Bandaríkjamanna frá upphafi. 

Mismunur þessara tveggja talna er 1,2 milljónir manna, og lofaði Trump því á þeim grundvelli að bjarga sjálfur persónulega lífi fleiri manna en hefðu fallið í öllum styrjöldum tíu fyrirrennara sinna. 

Yrði hann með því langstærsti bjargvættur í sögu Bandaríkjamanna!

Nú eru liðnir nokkrir mánuðir síðan þessi stórkarlalega yfirlýsing var fyrst gefin, og eins og er, hafa um 230 þúsund látnir í Bandaríkjunum. 

Í ljósi þess ítrekar Trump nú grundvöllinn að hinu ofurmannlega afreki sínu, sem með svipuðum hraða dauðsfalla og nú er, gæti þýtt að ríflega 300 þúsund yrðu fallnir á ársafmæli faraldursins og tæpar tvær milljónir Bandaríkjamanna ættu Trump líf sitt að launa. 

Þegar nánar er gætt að, á hverju 2,2 milljóna talan var byggð, er það sú tala, sem sérfróðustu vísindamenn töldu að yrði niðurstaðan, ef engar sóttvarnaraðgerðir yrðu í gangi. 

Nú má sjá á vefsíðum margra fylgismanna Trumps, að hann stefni rakleiðis í stórsigur í kosningunum, og það meira að segja án þess að þetta björgunarafrek hans verði tekið með í reikninginn. 

 


mbl.is Trump og Biden fóru báðir með ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hægt að kenna Trump um dauðsföll af völdum veirunnar af því hann hafi ekki gert nógu mikið án þess þá í leiðinni að þakka honum það sem þó var gert?

Þetta hlýtur að virka í báðar áttir. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.10.2020 kl. 11:56

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann sagði líka  afgerandi að Biden væri spilltur stjórnmálamaður.

Er hann það ekki? 

Á hverju hefur hann þá auðgast svona í seinni tíð að hann á hús um öll Bandaríkin  að því að Trunp sagði í þættinum.

Trump er búinn að sýna það að hann vill frið en ekki stríð. Vildu Demokratar það þegar Hillary var utanríkisráðherra í Líbíustríðinu?

Halldór Jónsson, 26.10.2020 kl. 16:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Trump sagði reyndar líka þegar Norður-Kórea færði sig í áttina að kjarnorkuveldi, að hann myndi ekki hika við að láta þurrka Norður-Kóreu út af kortinu ef Norður-Kóreumenn drægju ekki í land. 

Er ÞAÐ friðarstefna að hóta mesta mögulega ófriði og gereyðingu í deilum þjóða?

Ómar Ragnarsson, 26.10.2020 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband