1.11.2020 | 01:18
Þarna þarf að vanda sig og "spila rétt" með kassana.
Hvernig er háttað fjarlægð og grímunotkun þeirra, sem spila á spilakassa? Alltaf grímur og tveir metrar plús? Og sama í gildi varðandi leiðina að þeim?
Þessar spurningar hljóta að vakna ef það er talið, að hlutverk spilakassanna sé svo bráðnauðsynlegt að það þurfi að snúa við tilmælum sóttvarnarlæknis varðandi þá.
Raunar eru afleiðingarnar af spilafíkn þess eðlis, að spurning er undir venjulegum kringumstæðum þeir kosti ekki miklu meira fjártjón og heilsutjón í peningum og þjáningum heldur nemur þeim peningum, sem þeir skila til ríkisins í formi fjárveitinga til lýðheilsu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.