Engin leið að gera sér nálægð við stórfelld hryðjuverk í hugarlund fyrirfram.

Þegar fréttir berast af hryðjuverkum erlendis er eðlilega mikið fjallað um áhrif þeirra á það fólk, sem næst stóð. 

Og í umfjöllun í fjölmiðlum um það er reynt að gera lesendum, hlustendum eða óhorfendum í fjarlægum löndum kleyft að setja sig í spor þeirra sem næstir voru hryllingnum. 

Sú lífsreynsla gleymist ekki að hafa 22. mars 2016 verið í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá neðanjarðarlestarstöðinni Maalbeek í Brussel, þar sem fólk var drepið og slasað í sprengjuárás, og vera í ofanálag að stiga upp í bíl til að fara til flugvallarins, þar sem önnur sprenging á sama tíma var ekki síður mannskæð og svo öflug, að þessi alþjóðaflugvöllur var lokaður í meira en viku. 

Alls fórust 35 manns í þessum árásum og 300 slösuðust. 

Um þetta er aðeins hægt að segja það, að fyrirfram er engin leið að gera sér nálægð við svona stórfelld illvirki í hugarlund. 

 Og annað er ekki síður minnisvert.  Strax örfáum dögum eftir ósköpin var ekki síður grípandi og aðdáunarvert að upplifa meðal borgarbúa, hvernig þeir fylltust eldmóði og einhug um það að láta aldrei bugast vegna árása af þessu tagi.  


mbl.is „Fólk er mjög hrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband