Er siguryfirlýsing stærsta hættan, sem eftir er?

Þegar þetta er skrifað er klukkan að verða eitt að íslenskum tíma þegar kjörstöðum er lokað á Flórída. Þar virðist spennan að svo komnu, eftir að vel er liðið á talningu, ætla að verða lítt minni en venjulega.  

Enn sem komið er, virðist ótti margra um bein átök á milli andstæðra hópa á kjördegi ekki ætla að verða það lýsingarorð á yfirbragð dagsins eins og óttast. 

Þá er hins vegar eftir hið viðkvæma augnablik þegar annar frambjóðandinn lýsir yfir sigri og valið á tímanum til þeirrar yfirlýsingar er  svo óheppilegt að þá fari allt í bál og brand. 

Það verður þó vonandi ekki strax og úrslitin í Flórída virðist liggja fyrir, þótt það ríki sé afar mikilvægt, heldur að farið verði að þeirri venju að sá, sem bíður lægri hlut lýsi yfir ósigri sínum.  


mbl.is „Ég ætti að lýsa yfir sigri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Trump er búinn að taka Flórída Ómar minn.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2020 kl. 01:53

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Má reyndar nefna að í þessum töluðu orðum þá hefur Trump verulegt forskot á Biden meðal litaðra í Florida. Verulegt n.b.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2020 kl. 02:22

3 Smámynd: Egill Vondi

Trump lýsir því yfir að frá sínum bæjardyrum séð er hann búinn að vinna.

https://www.youtube.com/watch?v=Wbj5sDWluEA&feature=emb_logo

Samkvæmt Real Clear Politics er búið að telja 100% atkvæða í Norður Karolínu og 99& atkvæða í Georgíu, samt er ekki búið að lýsa yfir sigri hans þar.

https://www.realclearpolitics.com/

Eitthvað skrýtið að gerast? Þó þarf hann tvö af eftirtöldum: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin, er ekki ljóst að hann fái það þótt han hafi yfirburði.

Eitthvað tal á Twitter um að talningin í Virginíu hafi verið gruggug, get ekki staðfest það.

Þessi kosning getur orðið langt og ljótt vesen.

Egill Vondi, 4.11.2020 kl. 07:48

4 Smámynd: Egill Vondi

New York Times telur að búið sé að telja 91% Georgíu og 95% Norður Carolínu. Munurinn er e.t.v. póstatkvæðin frægu.

Ef svo er þarf Biden 5/8 af þeim atkvæðum sem vantar í Georgíu til að ná fylkinu. Trump þarf 5/8 af ótöldum atkvæðum í Arizona til að ná því, en þar er Biden á undan.

Við munum e.t.v. ekki vita útkomuna fyrr en eftir nokkra daga.

Þessi póstatkvæði hafa flækt málið eins og vænta mátti.

Egill Vondi, 4.11.2020 kl. 08:03

5 Smámynd: Egill Vondi

Nú segir Real Clear Politics allt í einu að talningin í Georgíu er komin upp í 85%, var áður 99%. Mjög skrýtið.

Egill Vondi, 4.11.2020 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband