4.11.2020 | 20:05
Kannski í desember? Hinn "ósigrandi" Trump mun seint játa sig sigraðan.
Allur lífsferill Donalds Trumps er varðaður stanslausum sigrum og engum ósigrum. Að eigin mati var hann sigurvegarinn í öllum sínum gjaldþrotum og í öllum öðrum viðfangsefnum og andstreymi sem hann hefur glímt við.
Mest um þetta veldur óbifandi trú hans á að hann sé fulltrúi Guðs í anda trúarleiðtogans, sem hann hefur sem leiðtoga lífs síns á grundvelli bjartsýni og óbilandi sjálfstrausts, Norman Vinchent Peale. "Jákvæði hugsun gerir kraftaverk!". "Ef þú trúir því að ekkert slæmt geti hent þig, þá mun ekkert slæmt henda þig." Mjög áhrifamikill ræðumaður nákominn Trump fjölskyldunni.
Þeir, sem Trump hefur haft með sér í för síðustu árin, bæði samstarfsmenn og mótherjar, hefur hann umsvifalaust úrskurðað sem fávita, aumingja og fífl ef þeir hafa að einhverju leyti staðið í vegi fyrir honum eða aðrar skoðanir.
Fyrirfram fullyrti hann að í forsetakosningunum yrði framið "mesta kosningamisferli í sögu Bandaríkjanna" ef hann sigraði ekki, og að því myndi hann ekki una, heldur myndi hliðhollur Hæstiréttur dæma honum í vil í lokin, ef annað dygði ekki til.
Til að tryggja þetta keyrði hann í gegn skipan nýs hæstaréttardómara, sem kæmi hlutföllunum innan réttarins 6:3, honum í vil, og á meðan hann vann að þessu lýsti hann því yfir, að þessi dómaraskipan væri gerð til þess að ná auknu valdi yfir réttinum.
Úr því að það dróst fram í desember árið 2000 að Hæstiréttur úrskurðaði um úrslit þeirra kosninga, ætti að verða eins líklegt og verða má, að Trump mun sjá til þess að hann verði áfram í embætti.
Lokastaða: Biden fær 306 kjörmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjum dettur í hug að vandaðir dómarar séu til sölu með þeim hætti sem þú lýsir? Sú sem síðast var skipuð var aðstoðarmaður Antonin Scalia. Hvorki má hún né mátti hann vamm sitt vita. Ekki frekar en Ginsberg vinkona Scalia. - Á hinn bóginn mun hún bara dæma eftir lögunum, ekki eftir kröfu fjölmiðlanna.
EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 4.11.2020 kl. 20:54
Ekki skal ég dæma um hvernig fer eins og staðan er. En við getum alla vega heyrt hvernig Trump og hans menn líta á málið.
https://www.youtube.com/watch?v=tIs4y4ryDJ0
Ef eittvað er til í þessu er eðlilegt að draga úslitin í efa, en það kemur í ljós hvað setur. Illt er að þessi kosning mun ráðast af dómstólum en ekki atkvæðum, en svona gerist þegar menn hafa sannfært sig um að andstæðingur manns er Kölski sjálfur: allt er lagt í sölurnar, og menn fórna lýðræðis hugsjónini til að bjarga lýðræðinu.
Egill Vondi, 4.11.2020 kl. 23:18
Uppstillingin á myndinni þegar hinn nýi hæstaréttardómari tekur við sínu valdi var sláandi, þar sem hún stóð andspænis þeim, sem hún átti vald sitt að þakka, Bandaríkjaforseta.
Vonandi verður hægt að treysta því að þessi uppstilling í myndinni af þessu augnabliki og ítrekuð ummæli forsetans um að valdahlutföllin 6:3 í réttinum ekki til þess að dómarinn nýi láti slíkan augljósan þrýsting hafa áhrif á sig.
Ómar Ragnarsson, 4.11.2020 kl. 23:58
Það er rangt að tala um "valdahlutföll" í þessu sambandi. Það eina sem hefur vald yfir dómurum eru lögin sem þeim ber að dæma samkvæmt. Sömu lögin gilda hjá öllum þessum dómurum enda eru þau ein þó dómarar séu fleiri.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2020 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.