Líka orðið kapphlaup um siguryfirlýsingar.

Aðdragandi forsetakosninganna hefur verið fólginn í hatrammri keppni á mörgum vígstöðvum, og eins og búast mátti við hefur eitt kapphlaup í viðbót bæst við í ljósi tvísýnnar stöðu;  kapphlaup um siguryfirlýsingar. 

Þar hlýtur Trump að teljast á heimavelli miðað við það að hann hefur að eigin sögn aldrei beðið lægri hlut í neinu, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. 

Nú sést til dæmis hve framsýnn hann var með öllum yfirlýsingunum fyrir kosningar um mikilvægi þess að útnefna nýjan og hagstæðan hæstaréttardómara og nefndi hann tölurnar 6:3 ítrekað í þsví sambandi. 

Í siguryfirlýsingu sinni nú í hádeginu nefnir hann einmitt það, að hæstiréttur muni ráða kosningamálinu til lykta á þann hátt að hann verði áfram forseti.  


mbl.is Allt á suðupunkti vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband