Verður Nancy Pelosi forseti eftkr 20. janúar?

Nú virðist stefna i það sem spáð hefur verið fyrir alllöngu hér á síðunni og Donald Trump hefur talað um í marga mánuði, að hann myni láta sækja demokrata til saka fyrir "stærsta kosningamisferli í sögu Bandaríkjanna" ef hann yrði ekki endurkjörinn.  

Og ekki nóg með það. Fjölmörg önnur og svipuð málaferli þegar verið boðuð í mörgum ríkjum og strax virðist því stefna í að þessar forsetakosningar verði með eindæmum að grátbroslegum farsa. 

Þótt það hafi verið rætt í kringum 1970 að breyta hinum sérkennilegu kosningalögum vestra varðandi kjörmannafyrirkomulagið, varð ekki að því þá. 

En það er ekki bara það fyrirkomulag, sem býður upp á ólýðræðislega niðurstöður varðandi kosningar til þings og forsetaembættis, heldur líka það sem gæti tekið við í pattstöðu og er enn lakara hvað snertir misvægi atkvæða; atkvæðagreiðsla í fulltrúadeildinni, þar sem hvert ríki er með eitt atkvæði í að velja forseta.   

Það býður til dæmis upp á það að Kalifornía hefði einn fulltrúa og Wyoming einn, en íbúar Kaliforníu eru hundrað sinnum fleiri. Og býður upp á það að fulltrúar með minnihluta atkvæði kjósenda samtals að baki sér, í þessu tilfelli republikanar, veldu Donald Trump til tæpra fjögurra ára!  

Ef málaferlunum verður ekki lokið 20. janúar fær Nancy Pelosi, demókrati, forseti fulltrúadeilari þingsins. völd forseta Bandaríkjanna þar til málaferlunum lýkur!   


mbl.is Niðurstaða gæti dregist í mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sem betur fer mun öldungadeildin nota bremsuklossa sína á hana og sálufélaga hennar Chuck Schumer ef til kemur. En þau tvö eru helstu taparar kosninganna og meginástæðan fyrir tapi Demókrata í þinginu. Meirihluti þetta var skorinn niður um helming og er nú sá minnsti í 20 ár.

En já, þetta getur tekið tíma, því það tekur langan tíma að telja stóran hluta atkvæðanna upp á nýtt af nýju fólki og athuga hvort að það fólk sem fékk kjörseðla senda til sín sé í raun og veru til, þannig að aðeins lögleg atkvæði séu tekin gild.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2020 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband