Einsdæmi á byggðu bóli í lýðræðisríkjum.

Í lýðræðislöndum hafa tíðkast atkvæðagreiðslur utankjörstaða í heila öld, meira að segja lengur en í heila öld í Bandríkjunum í formi póstkosninga. 

Þetta fyrirkomulag byggist á þeirri sjálfsögðu viðleitni í lýðræðisríkjum að auðvelda kjósendum að neyta þess grundvallar réttar síns og skyldu að láta vilja sinn í ljósi. 

Útfærslan getur verið mismunandi eftir löndum, en eðli fyrirbrigðisins er almennt, að liðka fyrir forsendu lýðræðis, þátttöku almennings í því.  

Allir þekkja ástæðuna fyrir því að geta greitt atkvæði utan kjörfundar, sem er sú, að það getur verið misjafnlega auðvelt fyrir fólk að taka þátt í almennum kosningum, svo sem fyrir þá sem vinna eða búa langt frá lögheimilum sínum, til dæmis námsmenn og hermenn. 

Ekkert óeðlilegt er við það að heimsfaraldur, drepsótt, virki letjandi á marga kjósendur, að standa utan húss að vetri til í löngum biðröðum jafnvel lungann úr kjördegi. 

Bara það eitt, að í helsta lýðræðisríki heims skuli vera svona erfitt að kjósa, sýnir að lýðræði hjá "ríkustu þjóð heims" er furðu ófullkomið. 

Nú bregður svo við að forseti þessa "stórkostlegasta lands heims" ræðst með offorsi á það fyrirkomulag sem tíðkast hefur þar í landi og hjá öðrum lýðræðisþjóðum og sakar þá, sem hafa neytt sér frumrétt sinn sem kjósendur um að vera hlutar af samsæri ótínds glæpalýððs og þjófa, sem afbaki, eyðileggi og "steli" kosningunum. 

Þessu hefur hann haldið fram vikum saman og lét ekki þar við sitja, heldur vildi draga úr fjárveitingum til póstþjónustunnar og skipaði yfirmanni hennar, sem hann hafði sjálfur skipað, að draga sem mest úr henni. 

Núna heimtar hann að alls staðar þar sem honum líkar ekki úrslitin, verði kosningarnar ógiltar og brýnir þá dómara, sem hann hefur raðað í hæstarétt til að taka að sér ógildinguna á endanum, ef annað dugar ekki. 

Þetta er einsdæmi á byggðu bóli í lýðræðisríkjum eins og svo margt sem þessi forseti hefur gert. 

Það segir sína sögu um eðli málsins, að margir af leiðtogum repúblikana, hans eigin flokks,  hafa fordæmt framgöngu hans í málinu. 

 


mbl.is „Lygi á lygi ofan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei Ómar. Póstkosningar eru ekki heimilaðar í til dæmis Frakklandi.

Þar var þó gerð ein undantekning í sveitastjórnarkosningunum í vor. Þú gast vegna veirunnar farið á næstu lögreglustöð, dómshús eða lögfræðistofu til að kjósa, ef þú gast sannað að þú kæmist ekki á kjörstað.

Svo veistu það vel að það eru ekki kennitölur (CRP) í Bandaríkjunum.

Svo skaltu ekki trúa því sem "fjölmiðlar" segja um málið í Bandaríkjunum. Þú veist hvernig þeir eru. Líka DDRÚV í Austur-Berlín Reykjavíkur hér heima.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2020 kl. 10:21

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

CPR átti að standa þarna = d. Centralt person register (miðlæg kennitöluskrá)

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2020 kl. 10:29

3 identicon

"[...]það eru ekki kennitölur í Bandaríkjunum."?

Er þér alvara, Gunnar? 

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 6.11.2020 kl. 14:06

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já mér er full alvara Trausti.

Það er engin þjóðskrá í Bandaríkjunum. Og engar universal kennitölur. Bandaríkin heimila ekki slíkar persónunjósnir. Ríkisstjórnin veit í raun ekki hver býr í landinu.

Sama sagan er í Bretlandi. Og í þeim löndum þar sem kennitölur eru til (eða svo kölluð þjóðskrá) þá er engum heimilt að nota þær sem auðkenni, nema vissum hluta hins opinbera.

Enginn fær til dæmis að vinna með eða nota kennitölur í Danmörku nema hið opinbera og þær stofnanir sem tengjast því. Engin fyrirtæki fá að nota eða biðja viðskiptavini um kennitölur þar. Fyrirtækin verða að búa til sín eigin kúnnanúmer og halda utan um þau sjálf. 

Það sem við höfum og notum hér heima, þ.e. er kennitölur, er ekki liðið í öðrum ríkjum.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2020 kl. 14:38

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er kannski dálítið djarft að kalla þetta lýðræðisríki sem við tilheyrum. Við erum strengjabrúður billjónamæringa og vitum ekki einusinni af því. Trump er vissulega eins og skakkt tannhjól í þeirri maskínu. 

Ég er reyndar á því að Trump ætti að hætta einhverju sem ekki borgar sig og fáir skilja. Síðan má dæma um það eftir 4 ár hvort skárra hafi verið að hafa Biden en Trump. Það lítur flest út fyrir að Joe Biden verði næsti forseti, eins og ég var reyndar sannfærður um, og spáði að yrði. Ég yrði þá mjög hissa ef Tromparanum tækist að halda í völdin.

Ingólfur Sigurðsson, 6.11.2020 kl. 14:59

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Málið verður rannsakað Ingólfur og vonandi tekst að afsanna slæman grun þess helmings þjóðarinnar sem forsetaframbjóðendur Demókrata kalla fyrirlitlegan, hengilmænur, dreggjar og fífl.

Ég býst ekki við að Demókratar vilji í þessu tilfelli að sú rannsókn taki rúmlega tvö ár, eins og Rússarannsókn þeirra sjálfra.

Og sem betur fer er þessi kosning sennilega ekki eins og gervikosningin um svo kallaða "nýja stjórnarskrá" hér heima. Deleríum   yfirburðarmanna.

Jú ég vil nú meina að við búum í lýðræðisríki, en mér sýnist þó að stór hluti viss hluta þjóðarinnar vilji það ekki, nema að því tilskyldu að það sjálft ráði því hvað lýðnum finnst.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2020 kl. 15:13

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef við gefum okkur það að talning fari heiðarlega fram, þá má segja að vilji fólksins ráði, en hver stjórnar vilja fólksins? 

Full ástæða til að rannsaka þetta Gunnar. Annars finnst mér fáir skrifa betur um Evrópusambandið en þú og hlakka ég alltaf til greinanna þinna um það. 

Lýðræði = fólkið stjórnar? En hver stjórnar fólkinu? Hver myndar skoðanir fólksins, vinstrisinnanna sérstaklega? Fólk er mjög áhrifagjarnt. Inni á Feisbókinni minni er svo mikið af vinstrisinnuðu fólki sem er búið að pósta neikvæðum haturspóstum um Trump, grínmyndum og niðurlægjandi athugasemdum um hann, að mér finnst það með ólíkindum. Þetta fólk minnir mig frekar á dróna en hugsandi mannverur. Ef maður reynir að rökræða við það koma sömu frasarnir, eins og maður sé að tala við vélmenni en ekki einstakling sem skiptir um skoðun af rökum. 

Ég segi það, að vinstrisinnar hafa fundið upp áróðursvél sem nær að heilaþvo fólk. Kannski er það Frankfurt skólinn. Almenna skólakerfið snýst allavega um að koma inn ákveðnum gildum, sem eru frekar gildi vinstrimanna, eins og ég veit af eigin raun úr minni skólagöngu, þar sem langflestir kennarar voru kommar eða jafnaðarmenn sem kenndu mér, og voru ósmeykir við að lýsa þeim skoðunum sínum.

Draumur Göbbels var alltaf að stjórna hugsunum og hegðun fólks. Þetta er fyrir löngu búið að nýta af stjórnvöldum nútímans. Ég segi það, að yfir 60% allra láta stjórnast, sérstaklega börn og unglingar.

Covid-19 fækkar mest eldra fólki sem hefur þroskazt, stuðningsmenn Trumps. Black Lives Matter hefur að vísu áhrif í báðar áttir, en stór hluti Bandaríkjamanna hefur ekki verið ánægður með hans viðbrögð þar. Fjölmiðlamafían kennir Trump um að smita Bandaríkjamenn og að vera spilltur, og margt fleira.

Í ljósi alls þessa taldi ég hann eiga við ofurefli að etja, að hér hafi verið egnt upp gildrum og mörgum gildrum í langan tíma til þess að losna við hann og stuðningsfólk hans.

Varnarsigurinn sýnir og sannar þetta sem þú hefur sagt, að Bandaríkjamenn eru ekki svo vitlausir, og láta ekki allir blekkja sig.

Ég segi, lýðræði er ekki lýðræði þegar búið er að hafa áhrif á hegðun fólks, og þegar búið er að stjórna hegðun þess og hugsunum. 

Ingólfur Sigurðsson, 6.11.2020 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband