8.11.2020 | 15:03
Spurningin um afleiðingar umhverfisbreytinga af mannavöldum.
Veiran sem veldur Covidfaraldrinum er afbrigði eða eins konar ættingi í garði svonefndra kórónaveira.
Uppruni hennar í þröng manna og dýra á markaði í Kína hefur leitt huga margra vísindamanna að því hvort hinar gríðarlegu umbreytingar á lífríki jarðar af mannavöldum kunni að eiga þátt í upphafi nýrra tíma þegar ásókn sífellt öflugri sýkla og farsótta fari að kalla fram svipað ástand og ríkti fyrr á öldum þegar læknisfræði nútímans var ekki komin til.
Má þar nefna sem dæmi þegar mikil drepsótt átti einna stærsta þáttinn í því að eitt mesta heimsveldi sögunnar, Rómaveldi, hneig til viðar.
Er rétt að hafa áhyggjur af minka-Covid? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veiran sem veldur Covidfaraldrinum er afbrigði eða eins konar ættingi í garði svonefndra kórónaveira, eins og allar kórónaveirur. Hún er í engu frábrugðin öðrum kórónaveirum.
Uppruni hennar er ekki í þröng manna og dýra á markaði í Kína. En hún barst í þröng manna og dýra á markaði í Kína. Hún hefur fundist í sýnum sem tekin voru í Brasilíu hálfu ári áður en hún greindist í Wuhan. Hún getur hafa verið til í hundruð ára í einhverjum leðurblökum í helli þó hún hafi ekki, að því talið er, smitast í menn. En öll þrengsli, manna eða dýra - á pöbbum eða í búrum, auka mjög á allt smit og geta gert skaðlitla veiru að hinum mesta skaðvaldi.
Sprenging í öllum samgöngum og ferðalögum eykur á hættuna. Sennilega stóðu flestir Íslendingar við hlið fleiri útlendinga 2018 en allt það fólk sem Íslendingur nítjándu aldar gat samanlagt vænst að hitta alla ævi. Og bara íbúar Hafnarfjarðar ferðast fleiri kílómetra og heimsótt fleiri lönd það ár en allir Íslendingar fyrstu 1000 ár byggðar í landinu.
Hvort mikil drepsótt hafi átti einna stærsta þáttinn í því að eitt mesta heimsveldi sögunnar, Rómaveldi, hneig til viðar rúmum 300 árum síðar læt ég liggja milli hluta. Enda hvenær Rómaveldi hneig til viðar ekki dagsett nákvæmlega og einnig hafa margar trúlegri ástæður hnignunarinnar komið fram.
Vagn (IP-tala skráð) 8.11.2020 kl. 16:59
Athyglisverð pæling:
"Sennilega stóðu flestir Íslendingar við hlið fleiri útlendinga 2018 en allt það fólk sem Íslendingur nítjándu aldar gat samanlagt vænst að hitta alla ævi. Og bara íbúar Hafnarfjarðar ferðast fleiri kílómetra og heimsótt fleiri lönd það ár en allir Íslendingar fyrstu 1000 ár byggðar í landinu."
Halldór Jónsson, 8.11.2020 kl. 20:39
Lásuð þið greinina í Stundinni um "Plastleyndarmál Íslands?" Frábær fréttamennska þar og til fyrirmyndar. Einungis hefur sjónvarpsstöðin Hringbraut séð ástæðu til að taka þá frétt upp til frekari umfjöllunar og sýnir það að eitthvað er undarlegt við RÚV og Stöð 2, til dæmis, því þetta er eitthvað sem á erindi við sem flesta, ekki síður en til dæmis Samherjamálið.
Í stuttu máli sagt kemur fram í þessari vönduðu frétt að flestallt sem við trúðum í sambandi við eyðingu plasts er blekking. Það kostar mjög mikið að brjóta plast niður á sem umhverfisvænastan hátt, og Ísland er meðal þeirra landa sem nota ódýr fyrirtæki sem brenna plastið í útlöndum sem veldur hryllilegri mengun. Þessi fyrirtæki eins og Sorpa ættu að vera gerð ábyrg, en þessu er ekki fylgt eftir. Þetta sýnir tvískinnung og hræsni.
Umhverfisvernd er notuð sem dyggðaflöggun af flestum stjórnmálamönnum, því miður, en ég veit að þú ert einlægur Ómar, enda trúi ég því eftir að þú hefur ferðazt um landið áratugum saman og hefur samið þannig texta.
Ef kófið og kreppan af völdum þess verður ekki notað sem ástæða til stefnubreytinga í umhverfismálum, veit ég ekki hvað ætti að verða þess valdandi.
Það kom einnig fram í Stundinni í þessari frétt að þrátt fyrir að nú sé verið að hætta notkun plastpoka víða heldur framleiðsla plasts áfram að aukast á heimsvísu, og munar þar mest um löndin sem voru fátæk og eru nú að auðgast, eins og Kína, Afríka, Indland og Suður Ameríka.
Sumt er þó jákvætt, eins og áhugi Kínverja á umhverfismálum, og stórtækar ráðstafanir þeirra á því sviði.
Ingólfur Sigurðsson, 9.11.2020 kl. 01:11
Ég held ekki að Kínverjar hafi farið að éta leðurblökur út af loftslagsbreytingum. En maður heyrir stöðugt einhverjar frekar ófullburða tilraunir til að tengja þetta tvennt saman. Það virðist til dæmis búið að skipa meira og minna öllum prestum Þjóðkirkjunnar að reyna það. Sem gerir flestar predikanir þeirra því miður einkar ótrúverðugar.
Það sem að öllum líkindum olli þessum faraldri var röð óheppilegra ákvarðana, kannski tilraunir til að þagga niður vandamál. Sýnir kannski hversu mikilvægt það er að opin og hreinskilin umræða og upplýsingagjöf eigi sér stað.
Það sem síðan á vafalaust eftir að verða í minnum haft eru hinar grímulausu tilraunir til að þagga niður alla opna og hreinskilna umræðu. Viðbrögð sem felast í tilraunastarfsemi sem á helst sinn líka í panikkviðbrögðum á miðöldum eru allt í einu orðin normið, en tillögur um að reyna að beita þeim hefðbundnu aðferðum sem best hafa dugað eru úthrópaðar sem siðlausar og tilgangslausar.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.11.2020 kl. 16:33
Það var góð umfjöllun um endurvinnsluna í þættinum "Samfélagið! á Rás eitt fyrir nokkrum dögum.
Hér á síðunni hefur verið fjallað um það allmörgum sinnum.
Ómar Ragnarsson, 9.11.2020 kl. 17:42
Þakka þér fyrir að minna mig á þetta Ómar, það er alveg rétt. Það er eins og forsetakosningarnar hafi látið mann gleyma öllu öðru um stund. Þú fjallaðir um þetta undir lok síðasta mánaðar býsna vel, ég hlusta víst ekki nóg á Rás 1, en þá veit ég það. En sjónvarpsstöðvarnar hefðu mátt vera duglegri við þetta.
Ingólfur Sigurðsson, 9.11.2020 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.