"Við erum að sjá aukningu í magni fjölda fólks..."

Ofangreinda setningu mátti heyra í einum fjölmiðlinum á dögunum. Sá, sem sagði þetta hefði getað komist að með tvö orð í stað níu til að segja frá fjölgun fólks:  

"Fólki fjölgar". 

Af einhverjum ástæðum datt þessi pistill út í gær á Degi íslenskrar tungu í tilefni þess dags. 

Það er ekki aðallega enskan með sína áætlunarflugleggi sem sækir að íslenskunni heldur rökleysur og málalengingar. 

"Við erum að sjá..." virðist orðið svo nauðsynlegt orðalag, að heyra má heil viðtöl þar sem viðmælendur geta ekki tjáð sig nema að byrja sem flestar setningar á þessum algerlega ónauðsynlegu málalengingum. 

Orðin "aukning" og "magn" eru líka hvimleið tískuorð og ætli hámarkið sé ekki setning, sem sögð var hér um árið: 

"Það hefur orðið aukning í neikvæðri fólksfjöldaþróun.."

í stað þess að segja: 

"Fólki hefur fækkað."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef fyllstu nákvæmni er gætt Ómar, þá merkir aukning í neikvæðri fólksfjöldaþróun ekki endilega það sama og að fólki hafi fækkað. Hún gæti líka þýtt að fólki fækki hraðar. En það er þá líka bara hægt að segja það.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.11.2020 kl. 14:46

2 identicon

Stundum vilja menn leggja mikla og sérstaka áherslu á það sem þeir segja. Eins og þegar bloggara finnst lítil tilraun í einni Asíuborg svo merkileg að hann segir hana byltingu út um allan heim. Þá vaknar spurning hvort sé verra þegar veita skal upplýsingar og fræða; staðreyndarvillur eða málfræðivillur.

Vagn (IP-tala skráð) 17.11.2020 kl. 23:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Lítil tilraun" segir Vagn. Þetta er fullbúið kerfi á höfuðborgarsvæði Tæpei með 757 skiptistöðvum fyrir sérstaklega gerð rafhjól.

Þó held ég því ekki fram að aðrir séu komnir svona langt, en tilgreini þó það sem VW ætlar að gera og þær milljónir rafhlaupahjóla og rafhjóla sem eru að koma inn á markaðinn í fjölda landa. 

Ómar Ragnarsson, 18.11.2020 kl. 00:45

4 identicon

757 skiptistöðvar í 2.600.000 manna borg kallast alla vega ekki bylting út um allan heim hvort sem mönnum þyki 757 mikið eða lítið.

Hvað VW er að gera er svo allt annað mál, þeir eru ekki að taka þátt í sjálfsala með útskiptalegar rafhlöður fyrir hjól byltingunni sem þú sagðir vera í gangi út um allan heim. Og milljónir rafhlaupahjóla og rafhjóla sem eru að koma inn á markaðinn í fjölda landa hafa ekki aðgang að þessari alheims byltingu sjálfsala með útskiptalegar rafhlöður sem þú segir vera í gangi.

Vagn (IP-tala skráð) 18.11.2020 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband