19.11.2020 | 09:00
Græn hugsun og stefna eru hvorki hægri né vinstri.
Hugmyndir formanns breska íhaldsflokksins um græna iðnbyltingu eru dæmi um það að fólk þarf hvorki að vera hægri né vinstri menn til þess að sja kosti grænnar stefnu.
Það hefur verið lenska lengi að núa þeim sem aðhyllast græna stefnu í efhagsmálum því um nasir að vera jafnvel "kommar" en það hljómar svolítið gamaldags og úrelt að segja slíkt um formann breska íhaldsflokksins.
Á nýrri öld þar sem krafan um sjálfbæra þróun er forsenda lífs jarðarbúa er sá flokkur í skástum málum, hvort sem er til vinstri eða hægri, sem skynjar og úthugsar lausnir sem eru fyrst og fremst grænar.
Johnson vill græna iðnbyltingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hlýnun andrúmsloftsins hefur ekkert að gera með hægri eða vinstri í pólitík.
Þýsk stjórnvöld, með kristilegu flokkana í fararbroddi, hafa gert áætlun um orkuskipti í landinu til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Þessi áætlun mun hafa djúpstæð áhrif á þýskt efnahagslíf, t.d. bifreiðaiðnaðinn sem er mikilvæg útflutningsgrein. Það er helst Afd flokkurinn sem stendur gegn þessum aðgerðum.
Donald Trump hefur lagt mikla áherslu á að gera Bandaríkin sjálfbær um orku með því að vinna olíu úr sandlögum. Þessi olíuvinnsla er í alla staði mjög óvistvæn, t.d. mun hafa mælst aukinn styrkur metans í andrúmslofti vegna hennar, en metan er margfalt meiri gróðurhúsavaldur heldur en kolsýringur.
Mér sýnist að það séu aðallega fylgismenn Trumps í Bandaríkjunum og á Íslandi sem afneita staðreyndum um loftslagshlýnun, þótt margoft hafi verið sýnt fram á hana með mælingum, nú síðast á hækkun á yfirborði sjávar.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.11.2020 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.