Kynslóðaskipti hjá örþjóð. Kannski fimm ár í nýtt gullaldarlið.

Fyrir rúmum áratug eignuðust Íslendingar gullaldarlið í knattspyrnu í unglingaflokki, Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og kó. +

Þá spáðu margir því og þvi var spáð á þessari síðu, að ef þessi liðsheild héldi áfram að þroskast yrði möguleiki á fyrsta alvöru gullaldarliði Íslendinga í knattspyrnu eftir fimm ár. 

Sú varð raunin, svo ótrúlegt sem það var að þjóð sem gat rúmast við nokkrar götur í erlendri borg, gæti ungað út svona mörgum góðum leikmönnum sem gæti enst nógu mörg ár til að komast á eitt EM, hvað þá HM. 

Það spilaði með að við vorum afar heppnir með þjálfaratvíeykið Lagerbeck og Heimi Hallgrímsson auk einstaklega góðrar stemningar hjá þjóðinni. 

Í síðasta leiknum til að komast á næsta HM leiddu Íslendingar í 83 mínútur. 

Þegar skoðaðar eru myndir af þeim tíu mínútum sem þá voru eftir sést áberandi, að gömlu jaxlarnir og máttarstólparnir, sem eru búnir að afkasta einstaklega erfiðri leikaðferð án mistaka, eru að verða búnir með allt af tanknum, orðnir örlítið hægari og einn þeirra, hinn frábæri fyrirliði, verður að fara af velli og skipta út við frískari mann. 

Þetta var einfaldasta atriði í heimi íþrótta og lífinu sjálfu. Það voru komin kynslóðaskipti, aldurinn farinn að sækja á. 

Þetta eru eðlilegar fréttir og góðu fréttirnar eru þær, að nú hillir undir svipaða framtíðarkynslóð og 15 árum fyrr, sem er að gera góða hluti á stórmótum unglingalandliðsins. 

Þetta er von sem getur ræst ef allt fellur með okkur. 

En það er augljóst, að á tímum eins og núna þegar heimsfaraldur heggur skörð í hópa bestu afreksmanna þjóða, geta Íslendingar ekki krafist þess að vera með jafn stórt og víðfeðmt úrval af leikmönnum í hæsta gæðaflokki og stórþjóðirnar.  


mbl.is Ísland steinlá í kveðjuleik Hamréns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband