Löngu svikið og gleymt er stefnuloforð Pírata 2014.

Í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík 2014 var það yfirlýst stefna Pírata að beita sér fyrir beinu lýðræði á borð við það að halda atkvæðagreiðslur um mikilsverðustu málefni. 

Um leið og þeir áttu kost á því að komast í meirihlutasamstarf í borgarstjórn brá svo við að þetta stefnumál hefur verið sett ofan í skúffu síðan hjá þeim. 

Staðsetning stærsta og mikilvægasta flugvallarins fyrir innanlandflug er augljóst efni í almenna kosningu um það, og í öllum skoðanakönnunum síðustu 15 ára hefur verið drjúgur meirihluti fyrir núverandi staðsetningu, bæði hjá borgarbúum og allri þjóðinni. 

Kosningunni 2001 var klúðrað með því að seta reglur um lágmarksþátttöku fyrir því að hún væri gild, en þátttakan var bæði langt frá því að ná því marki, auk þess sem aðeins nokkur hundruð atkvæðum munaði um niðurstöðu. 

Illu heilli var hafður uppi sá málflutningur hjá áhrifamönnum í þáverandi minnihluta að þeir, sem vildu hafa völlinn áfram á sama stað, sniðgengu kosningarnar. 

Í ofanálag var hún rafræn á tíma þar sem það þýddi fjarveru þúsunda fólks á kjörskrá.  


mbl.is Mótfallin þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leynist lítill Trump í Ómari?

Var það ekki beint lýðræði þegar kosið var um veru flugvallarins og hann kosinn í burtu? Er niðurstaða kosninga aðeins gild ef hún er þóknanleg háværum hóp? Kosningin um tillögur stjórnlagaráðs var einnig án verulegrar þátttöku og heldur ekki bindandi og gaf engin fyrirheit um neitt framhald. Er það ekki dæmi um tvískinnung og hræsni að heimta að önnur kosningin sé hundsuð en hin látin gilda? Er fólk sem hugsar þannig marktækt í umræðu um lýðræði?

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 02:54

2 identicon

Og "Um­rædd til­laga til þings­álykt­un­ar er í and­stöðu við stjórn­ar­skrár­var­inn sjálfs­stjórn­ar­rétt og skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga." Það hlýtur að vera hverjum þeim sem ber einhverja virðingu fyrir gildandi Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands að eftir henni sé farið. Stjórnarskrárbrot á ekki að líðast þó hávær hópur populista krefjist þess. Í flugvallarmálinu væri Trump montinn af þessum nemendum sínum.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 03:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Þóknanleg háværum hópi"?

Kosningarnar 2001 voru nýjung hvað snertir rafræna framkvæmd og þó einkum þær reglur sem settar voru fyrirfram um þær. Þær fólust í kröfu um lágmarks þáttöku, og í ljós kom að þátttakan var langtum minni en krafist var. Það var því farið eftir reglunum og kosningin ekki metin gild. 

Brexit og kosningarnar hér 2012 voru ráðgefandi en ekki bindandi. 

Ríflega þriðjungur þeirra sem voru á kjörskrá kusu Brexit.

Ríflega þriðjungur þeirra sem voru á kjörskrá kusu með því að nota tillögur stjórlagaráðs.  

Allir eru sammála um það að Bretar ættu að fara eftir Brexit kosningunni og það var gert. 

En hér heima á Fróni trompast sumir yfir því að sams konar skuli gert hér. 

Ómar Ragnarsson, 21.11.2020 kl. 09:11

4 Smámynd: Örn Ingólfsson

Því miður eru sumir óskaplega ómálefnalegir að tala um einhvern lítinn Trump! Og Vagn ég ætla þá í þessari umræðu að varpa fram spurningu til þín um hvort að þú hafir þurft að fara í sjúkraflugi til Reykjavíkur? Og önnur spurning til þín hefur þú kynnt þér Vagn óhagræðið eftir að Neyðarbrautin var aflögð út af byggingum sem að samkomulag var allt í einu gert við eitt knattspyrnufélag, og hversu marga milljarða fékk borgin sem borgarbúar nutu ekki góðs af? Og hefur þú sem einhver Vagn séð fyrir þér að þegar að Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður hvar nýji flugvöllurinn á að vera? Örugglega að margra manna mati í Hvassahrauni! Þvílíkt og annað eins ég segi djöfulsins vitleysa! Og þá er líka kominn tími til Þjóðaratkvæðagreiðslu um legu flugvallarins, því þessi flugvöllur í Vatnsmýrinni VAR GEFINN ÖLLUM ÍSLENDINGUM! Og þú getur kynnt þér þau mál í heimildum sem eru til skjalfest og ekki LEYNDARMÁL ef þú nennir að athuga hlutina!!

ÖRNINN

Örn Ingólfsson, 21.11.2020 kl. 09:29

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað er tímabært að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Reykjavík er höfuðborg Íslands og flugvöllurinn í Vatnsmýri er óumdeilanlega arðbær og lífsnauðsynlegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll.

Nauðsynlegar endurbætur og uppbygging er auðvitað aðkallandi, líkt og segja má um lengingu A/V brautar.

Öll áform um að tortíma þessum ágæta flugvelli fyrir rándýrar byggingalóðir eru að mínu mati í besta falli óheillavænlegt rugl.

Jónatan Karlsson, 21.11.2020 kl. 09:51

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

4. Gagnsæi og ábyrgð

4.1 Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.

En undir formennsku Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, Pírata þá hefur trúnaðarbók Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs bólgnað út eins og púkinn á fjósbitanum

Grímur Kjartansson, 21.11.2020 kl. 13:12

7 identicon

Beint lýðræði er hvimleitt þegar niðurstaðan er önnur en maður óskar. Kosningarnar 2001 voru aldrei metnar ógildar þó þátttaka væri ekki næg til að þær yrðu bindandi. Kosningin var gild, niðurstaðan ljós og undir borgarstjórn komið hvort farið væri eftir þeirri niðurstöðu eða ekki. Svipað og bæði í brexit og kosningunni um tillögur stjórnlagaráðs, engin bindandi niðurstaða og dræm kosningaþátttaka.

Allir eru sammála um það að Bretar ættu að fara eftir Brexit kosningunni og það var gert. En hér heima á Fróni trompast sumir yfir því að sams konar skuli gert hér  í flugvallarmálinu. Annars er hann furðu lítill miðað við nafnið þessi "Allir" hópur, en það er annað mál.

Er tímabært að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, skíðasvæðis Ísfirðinga, staðsetningu nýbygginga á Akureyri, skipulag sumarhúsabyggða á suðurlandi, iðnaðarsvæði í Hafnarfirði eða hringtorg á Stykkishólmi? Strax og stjórnarskránni hefur verið breytt og það gert að löglegum möguleika.

Þó Bretar hafi gefið ríkinu einhver tonn af malbiki og nokkra bragga breytir það engu um stjórnarskrárvarið skipulagsvald Reykjavíkurborgar. Ríkið hefur ekkert vald til að taka framfyrir hendur Reykjavíkurborgar í skipulagsmálum og Þjóðaratkvæðagreiðsla um flugvöll í Reykjavík væri eins og Þjóðaratkvæðagreiðsla um veðrið næsta sumar, tilgangslaus og valdlaus. Eftir sem áður, hver sem niðurstaða Þjóðaratkvæðagreiðslu er, þá væri það borgarstjórn Reykjavíkur sem réði hvort flugvöllurinn væri eða færi. En lögmæt kosning hefur þegar farið fram og eftir niðurstöðu hennar er unnið.

Skoðun mín breytir hvorki stjórnarskránni né niðurstöðum kosninga. Ég væri, eins og þið, alveg tilbúinn til að hundsa bæði í ýmsum málum ef ég mætti ráða...einn.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 18:17

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flest er einkamál viðkomandi byggðarlaga eins og skíðasvæði Ísfirðinga, byggingar á Akureyri eða iðnaðarsvæði hér og þar, hvað þá hringtorg í Stykkishólmi.  

En sumt er af þeirri stærð að það skiptir verulegu máli fyrir alla landsmenn, svo sem að höfuðborgin sé Reykjavík, og höfnin og flugvöllurinn skipti máli. 

Það er til dæmis ekki einkamál Blönduósinga að þjóðvegur 1 skuli enn látinn krækja norður til Blöndubrúar á Blönduosi og lengja ferðaleið allra, sem eiga leið um hringveginn um alls 28 kílómetra samtals báðar leiðir. 

Og borga fyrir það meira en þrjú þúsund krónur í aukakostnað. 

Flest er breytt síðan 1950. Nú liggur besta leiðin að sunnan norður á Sauðárkrók og Siglufjörð um Blöndós, og ny þjónustufyrirtæki við vegamót hjá Fagnranesi í Langadal er núna innan vébanda Blönduóssbyggðar. 

Ómar Ragnarsson, 21.11.2020 kl. 19:33

9 identicon

Hvað sem persónulegum hagsmunum líður þá er samkvæmt stjórnarskránni ekki gerður neinn greinarmunur á flugvelli í Reykjavík og skíðasvæði Ísfirðinga, byggingar á Akureyri, iðnaðarsvæði hér og þar eða hringtorgi í Stykkishólmi. Flugvöllurinn í Reykjavík er einkamál Reykjavíkur jafnvel þó einhverjir utanbæjarmenn telji sig eiga hagsmuna að gæta.

Fyrir mikinn meirihluta þjóðarinnar skiptir flugvöllurinn í Reykjavík engu máli, rétt eins og skíðasvæði Ísfirðinga skiptir flesta Íslendinga engu máli. Margir vilja samt hafa heitar skoðanir þó þeir tækju sjálfir aldrei eftir því ef hann færi.

Þjóðvegur 1 liggur þar sem vegagerðin og sveitarfélögin komast að samkomulagi um að hann liggi. Akureyringar hafa ekkert að segja um hvernig þjóðvegurinn liggur gegnum Borgarfjörð. Reykvíkingar ráða ekki hvernig þjóðvegurinn liggur um Selfoss og suðurland þó stytta mætti leiðir í sumarbústaði og tvöfalda þá vegi með svo afleggjara niður á Selfoss. Sumarbústaðaeigendur eru fleiri en Selfyssingar og því væri forvitnilegt að vera með þjóðaratkvæðagreiðslu um samgöngur á suðurlandi.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 21:43

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eru hreinir útúrsnúningar að leggja að jöfnu skíðasvæði á Ísafirði og aðalflugvöll landsins fyrir innanlandflug, sem auk þess er ómissandi sem varaflugvöllur.  

Ef huldumaðurinn Vagn skyldi ekki vita það þá er hugtakið "almannahagsmunir" eitt af grundvallarstefjunum í margs konar löggjöf, og er þá yfirleitt um að ræða brýna hagsmuni allrar þjóðarinnar. 

Skíðasvæði Ísfirðinga getur aldrei orðið slíkt mál. 

Ómar Ragnarsson, 22.11.2020 kl. 01:32

11 identicon

Menn eru gjarnir á að kalla gæluverkefni sín og baráttumál "almannahagsmuni". Flugvöllurinn í Reykjavík er ekki ómissandi sem varaflugvöllur, og hefur ekki verið í yfir hálfan mannsaldur, og almannahagsmunir skerðast ekki neitt þó hann fari. Brýnir hagsmunir allrar þjóðarinnar kalla ekki á neinn flugvöll í Reykjavík.

Vagn (IP-tala skráð) 22.11.2020 kl. 16:22

12 identicon

Í sveitarstjórnarlögum

"Ef minnst 20% af þeim sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi óska almennrar atkvæðagreiðslu skv. 107. gr. skal sveitarstjórn verða við því eigi síðar en innan árs frá því að slík ósk berst."

Ef það er meirihluti fyrir þessu í borginni á ekki að vera neitt mál að skella sman þessum undirskriftum og endurtaka kosningu um þetta mál. Ég skil ekki af hverju það er ekki einu sinni reynt?

Björn Leví Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2020 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband