23.11.2020 | 21:22
Fimmtíu ára gamall misskilningur endurvakinn.
Fyrir um hálfri öld, í kringum 1970, var hafður í frammi mikill áróður fyrir því hér á landi að einbeita ferðaþjónustunni að ríku fólki, en bægja svonefndum "bakpokalýð" frá.
Á sama tíma hlógu bandarískir bílaframleiðendur að þeirri heimsku Japana að selja "bakpokalýðnum" vestra, hippum og fátækum námsmönnum, upp á miklu minni, ódýrari en samt vandaðri bíla en stóru bandarísku framleiðendurnir gerðu.
Þeir hlógu þó ekki lengi. Aðeins 20 árum seinna hafði flest af þessum "lýð" nýtt sér menntun sína og komist í vel borguð störf sem gerði þeim kleyft að ánetjast hinum vönduðu japönsku bílum, sem stækkuðu hægt og bítandi þar til menn vöknuðu upp við vondan draum um 1990: Lexus lúsusbíllinn sendi alla hönnuði dýrstu og bestu bílana að teikniborðunum, því að Japanir höfðu af framsýni sinni séð fram i tímann og nánast hertekið bandaríska markaðinn.
Svipað gerðist varðandi óbeitina á "bakpokalýðnum" hér á landi, puttalingahyski sem sköffuðu ekkert að því er sagt var.
En stór hluti þeirra voru ungir námsmenn sem eignuðust ævintýralegar minningar í sinni fyrstu en ekki síðustu Íslandsferð og komu síðar aftur þegar þeir voru komnir í vel launaðar stöður í kraft menntunar sinnar.
Áður hefur verið sagt frá þýskum námsmanni að nafni Ulrich Munzer, sem fór á puttanum frá Hvalfirði til Akureyrar 1976.
Bílstjórinn sem kippti honum upp í fékk heldur betur skammir fyrir það að vinna þetta óþrifaverk. "Burt með þennan bakpokalýð!"
Síðustu áratugina hefur þessi sami Þjóðverji komið árlega til Íslands með nokkra tugi námsmanna frá Þýskalandi með sér, því að hann varð jarðfræðiprófessor þótt hann væri skítblankur og rykugur puttalingur og skilgreindur af mörgum sem "hyski" 1976.
Ísland bjóði einungis ríkum ferðamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi Þjóðverji var skítblankur og rykugur puttalingur og skilgreindur af mörgum sem "hyski" 1976. Í dag er hann gleðileg undantekning, því flestir láta sér eina Íslandsferð nægja um ævina þegar margt er að skoða í stórum heimi, undantekning sem þeir sem vilja fylla landið af skítblönkum og rykugum puttalingum sem eru skilgreindir af mörgum sem "hyski" nota. Og sennilega hefði þessi Þjóðverji komið hvort sem er þegar hann efnaðist þó hann hefði þurft að sleppa ferðinni þegar hann var ung og skítblönk afæta sem ekkert skilur eftir annað en lort bakvið stein.
Það yrðu ekki margir undrandi ef skoðanakönnun meðal ríkra ferðalanga sýndi að aðeins einn Þjóðverji, sem var hér atvinnu sinnar vegna, hafði komið hingað áður sem bakpokaferðalangur.
Vagn (IP-tala skráð) 24.11.2020 kl. 02:40
Fyrir 50 árum voru Þjóðverjar ekki vinsælir ferðamenn og ófáar sögur til um hvernig þeir misnotuð venjulega íslenska gestrisni, hreinsuðu hlaðborðið fyrir nestið og tæmdu sykurkörin enda höfðu sumir þeirra þurft að svelta eftir stríð. Það fór sjálfsagt líka í taugarnar á íslendingnum að sumir þeirr voru betur að sér í fornsögum en þeir innfæddu.
Fyrir 50 árum var líka Arnarholt sem nú á að verja miljónatugum króna í að rannsaka meðan allir eiga bara þegja og sætta sig við orðin hlut á Landakoti.
Grímur Kjartansson, 24.11.2020 kl. 11:03
Já, Vagn, og þá mætti líka vel gera skoðanakönnun í Bandaríkjunum, sem leiddi í ljós að það var bara einn hippi, sem keypti einn lítinn Honda Civic 1970 og síðan aldrei aftur japanskan bíl.
Ómar Ragnarsson, 24.11.2020 kl. 13:42
Einu sinni fór breskt ungt par í brúðkaupsferð til Ástralíu en varð þar uppiskroppa með peninga. Þau skrifuðu bókina Lonely planet og unnu sér ekki aðeins inn peninga fyrir heimferðinni, heldur stofnuðu fyrirtækið Lonely planet sem byggist á því fyrirbæri sem fjallað er um í þessum pistli og er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims.
Nú má allt eins búast við því að Vagn rétt eins og þeir Hilmar og Hábeinn á undan honum rífi þetta líka niður sem lygar mínar og rangfærslur.
Undrast ég hvernig þessir huldumenn, líkast til sami maðurinn allan tímann hafa haft úthald og nennu í þessari herferð, sem hefur staðið stanslaust í 13 ár, úr því að þeir / hann telja allt vera svona mikil bull sem á þessari síðu birtist.
Ómar Ragnarsson, 24.11.2020 kl. 14:05
Takk fyrir góðan pistil Ómar, en....
"Hilmar", "Hábeinn", eða "Vagn"....eru allt saman nafnlausir og marklausir kjaftaskar og kjánar, og óþarfi fyrir þig Ómar að taka þessa/þennan aðila inn á þig.
Skrif þeirra eru eins í öll skiptin, negatív og marklaus, en svo geturðu líka eytt þessum orðsóðum út, og blokkerað líka. - Þetta eru bara huglausir kjánar sem líður illa í eigin skinni og eru sjálfum sér til skammar.
Már Elíson, 25.11.2020 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.