27.11.2020 | 17:13
Þetta hefur verið vitað í áratugi.
Ef það er fyrst núna, sem það liggi fyrir að negldir hjólbarðar valdi mestu um svifrykið í Reykjavík, og að til þess hafi þurft viðamikla rannsókn, má það furðu gegna.
Í áratugi hefur það blasað við, að um leið og þessi dekk eru tekim undan bílum á vorin, hefur svifrykið horfið að mestu, en komið á ný í vetrarbyrjun þegar þau eru sett undir.
Önnur ástæða til þessa liggur í því að of mikið hefur verið notað af lélegum íslenskum steintegundum í slitlagið.
Í Noregi og víðar hafa negld dekk verið bönnuð víða vegna þess að þar hefur það verið viðurkennt að þau valdi mestu um slit og svifryk.
Að þurft hafi fjárveitingu til að finna út slitið sem negldu dekkin valda minnir á það að 1985 var veitt fjármagni hér á landi til að athuga matarvenjur Íslendinga og kom í ljós að Íslendingar átu mestan mat í hádeginu og um sjöleytið á kvöldin.
Nagladekkin valda mestu um svifrykið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef notað nagladekk, síðan 1993.
Á reiðhjólið.
Með yfir 300 nagla á öðru dekkinu, rúmlega 250 á hinu, ef ég man rétt.
Minni snertiflötur á dekki reiðhjólsins en á dekki bifreiðar, við undirlagið.
Lítið svifryk af vetrarhjólreiðum með nagladekk, enda er heildarþyngd reiðhjólsins og hjólreiðamannsins ekki mikil.
Hvorki þyngd né afl,sem slíta undirlagi eða nagladekkjum, þegar farið er um á reiðhjóli.
Nagladekk mín á reiðhjóli duga mér lengi.
Nagladekk eru nauðsynleg við vetarhjólreiðar, til að halda jafnvægi.
Nagladekk á bifreið, hef ég ekki notað, síðan ég flutti suður, seint á seinstu öld. Hef ekki haft neina þörf fyrir slíkt.
Hvers vegna er ég að segja frá þessu ?
Jú, vegna þess að ég er ekki sammála niðurstöðum í ofangreindri frétt.
Ég tel þyngd ökutækis skipta miklu máli, þegar að svifryki kemur.
Þessvegna hef einnig gagnrýnt , að lítið er tekið tillit til aukinnar þyndar, og fjölgunar, farartækja sem geyma orku sína í rafgeymum, þegar minnst er á svifryk.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir Karlsson (IP-tala skráð) 27.11.2020 kl. 23:49
Saltsalarnir eru skæðir líka..
GB (IP-tala skráð) 27.11.2020 kl. 23:51
Hjólin eru ekki á ferð á götunum að neinu marki, svo að varðandi ástand þeirra eiga þessar niðurstöður ekki við um reiðhjól eða rafreiðhjól.
Reiðhjól og ökumaður eru um 100 kíló eða 5% af þyngd bíls og ökumanns og því út í hött að draga neinar ályktanir af þessari könnun varðandi þau.
Um hjólin gildir þar að auki sá munur, að enda þótt skrikað sé á bíl veldur það aðeins í örfáum tilfellum tjóni og enn færri tilfellum líkamstjóni.
En það er einfaldlega spurning um að forðast líkamstjón og beinbrot að detta ekki á hjóli.
Ég er með dekkin negld á mínu rafreiðhjóli en ónegld á litla rafbílnum.
Ómar Ragnarsson, 28.11.2020 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.