Holl æfing sem kostar ekki neitt: Hlaup upp fjórar hæðir með tímatöku.

Grunnpróf á snerpu, hraða, krafti og úthaldi, sem ekki kostar flóknar eða kostnaðarsamar mælingar getur verið fólgið í því að nota venjulegt armbandsúr, skeiðklukku, eða armbandsúr til þess að mæla, hve langan tíma tekur að hlaupa upp fjórar hæðir í húsi í einum rykk. 

Í venjulegri íbúðablokk eru þetta 68 þrep og tekin tvö þrep í hverju skrefi. 

Þótt það vanti skeiðúr þarf tímatakan ekkert að vera neitt ofboðslega nákvæm. Vera í viðbragðsstöðu og horfa á úrið, hlaupa af stað og líta á úrið aftur þegar komið er í mark á stigapallinum á 5. hæð. 

Athuga ber, að ef hlaupið er af stað á 1. hæð, þarf að hlaupa þaðan upp á 5. hæð til að hafa hlaupið upp fjórar hæðir.  Það er nefnilega ekki búið að klára að hlaupa upp eina hæð fyrr en komið er á stigapall 2. hæðar. 

Jafnvel þótt hné séu slitin, aum eða léleg reynir svona hlaup með þetta miklu klifri bara jákvætt á þau, því að komist er hjá slítandi lendingum í hverju hlaupaspori eins og verða í hlaupi á jafnsléttu. 


mbl.is Níu kíló farin og lífið er stórkostlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband