Einfalt: Maður smitar mann - fólk smitar fólk.

Yfirmaður í Bandaríkjaher lýsti eðli covid-faraldursins á einfaldan hátt í sjónvarpsviðtali út frá sjónarmiði hersins: "Faraldurinn má skilgreina sem eina af þeim styrjöldum, sem herinn hefur háð og henni lýkur ekki fyrr en síðasta veiran er horfin." 

Í viðtalinu var myndin í huga hans skýr: Veikin berst út á þann einfalda hátt að maður smitar mann og fólk smitar fólk. 

Ef lögmáli Murphys er bætt við þá má líka orða þetta þannig, að ef það er mögulegt að veikin smitist á milli fólks, þá mun það gerast. 

Þetta er meginstefið á bak við öryggisráðstafanir í flugi og samgöngum og svipað gildir um ummæli forstjóra Landsspítalans um kórónaveiruna og viðfangsefnið, sem blasir við landsmönnum um hátíðirnar. 


mbl.is „Alvarlegar blikur á lofti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband