4.12.2020 | 13:40
Olíuþurrðin er vandi, hvað sem loftslagsmálum líður.
"Eyðist það sem af er tekið" segir máltækið. Og það á við um olíulindir heims og aðra óendurnýjanlega orkugjafa, sem hafa skapað örstutt tímabil í sögu mannsins á jörðinni, sem í framtíðinni verður nefnt "olíuöldin" á svipaðan hátt og margfalt lengri tímabil í fornöld hafa fengið heitin steinöld og bronsöld.
Olíuöldin verður á línuritum framtíðar um olíuframleiðslu sýnd eins og ógnarhár spjótsoddur upp og aftur niður á aðeins 200 ára tímabili.
Andstæðingar aðgerða í loftslagsmálum forðast að minnast á aðgerðir vegna þurrðar á auðlindum jarðar, en aðgerðir vegna hvors tvegga byggjast á hinu sama, að skipta um orkugjafa.
Það er eðlilegt að afneitararnir geri þetta, því að staðan varðandi helstu auðlindirnar er skýr: "Það eyðist, sem af er tekið."
Sú mótbára gegn því að línan yfir olíframleiðsluna sé komin í topp og geti ekki annað en farið niður, að enn sé eftir að vinna olíu úr öflugum lindum í öðrum heimshlutum en Arabalöndum, heldur ekki vatni, því að ef þessar lindir væru svona hagkvæmar, væri þegar byrjað á að nýta þær.
En þær eru i fyrsta lagi ekki eins miklar og núverandi lindir, og þar að auki er vinnslan margfalt dýrari.
Meðal umhverfisverndarfólks hafa komið fram tillögur um skarpt átak til að loka þeim lindum sem eftir eru og geyma þær sem varasjóð handa komandi kynslóðum.
Í því felst að komandi kynslóðir eigi að njóta jafns réttar við okkar kynslóð til að nýta þessar auðlind ef brýn nauðsyn krefði.
En slíkt mega afneitunarsinnar ekki heyra nefnt. Ein af þeirra eftirlætis setningum er: "Komandi kynslóðir hafa ekkert gert fyrir okkur og þess vegna eigum við ekki að gera neitt fyrir þær."
Ömurlegt sjónarmið.
Olíuævintýrum Dana að ljúka í Norðursjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.