Varmaorkan til frumbyggjanna aðeins brot af því sem fer til stóriðjufurstanna.

Í leit sinni að útskýringum á skorti á varma frá Nesjavöllum og Hellisheiði til höfuðborgarsvæðisins sést mönnum alveg yfir megin orsökina:  Samanlögð varmaorka gufuaflsvirkjana og hitaveitu, sem nýtt er á svæðinu myndi nægja til að hita upp milljónaborgir. 

Og ekki bara það. Nýtingarhlutfallið er aðeins um 15 prósent. 86 prósent fara út í loftið engum til gagns.  

Þetta eru risastórar tölur, sem byggjast á þeirri rányrkjustefnu þegar virkjanirnar voru reistar, einkum Hellisheiðarvirkjun, að dæla margfalt meiri gufu upp en hefði átt að gera til þess að viðhalda jafnvægi innrennslis og útdælingar í iðrum jarðar. 

Stóra talan sem svo miklu skiptir er nefnilega þessi: Af allri orkuframleiðslu Íslands fara meira en 80 prósent til stóriðjufyrirtækja í erlendri eigu, en innan við 20 prósent til heimila og fyrirtækja í eigu Íslendinga. 

Þjóðin, sem hefur umráð yfir öllum þessum háhita- og lághitasvæðum er í vandræðum vegna kulda af völdum skorts á heitu vatni!  


mbl.is Hvers vegna er ekki til nóg af heitu vatni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hvorki skortur á varmaorku né vatni sem skapar þessi vandræði. Flutningsgeta lagna er takmörkuð og miðast ekki við að anna eftirspurn þessa örfáu daga á hverri öld sem eru svona kaldir. Svipað vandamál er fyrirsjáanlegt víða með raflagnir þegar rafmagnsbílum fjölgar. Lagnir í húsum, að húsum, að hverfum og bæjarfélögum flytja ekki nóg.

Af allri orkuframleiðslu Íslands fara meira en 80 prósent til stóriðjufyrirtækja í erlendri eigu. Yfir 95 prósent af fiskinum okkar er unninn, eldaður og borðaður af útlendingum. Mikið af besta byggingarlandi Íslands fer undir gistingu ætlaðri útlendingum og sést hefur til útlendinga aka á og slíta vegunum okkar, Hilton, Marriot og Hertz eru ekki með höfuðstöðvar á Húsavík hafi einhver haldið það. Og 2019 nýttu nærri tvær milljónir útlendinga sér skolpkerfin okkar, jafnvel oft á dag. Sú er staðan þrátt fyrir að margir Íslendingar hræðist ekkert eins mikið og það að útlendingar sjái sér einhvern hag í að reka hér fyrirtæki og standa í viðskiptum við Íslendinga.

Vagn (IP-tala skráð) 5.12.2020 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband