Þýski risinn í nauðvörn.

Ýmis merki má nú sjá varðandi það að þýski efnahagsrisinn sé að lenda í vaxandi nauðvörn vegna tjóns af völdum kórónaveirunnar skæðu, sem fer um lönd.  

Að vísu eruu 30 þúsund uppsagnir hjá Lufthansa ekkert óskaplega há tala.  Hún samsvarar því að 125 starfsmönnum hjá Icelandair ef miðað er við fólksfjölda landanna. 

En ný ummæli Angela Merkel þar sem hún dregur upp dekkri mynd af horfunum framundan en hún hefur gert hingað til benda til þess að framundan sé erfiðari tíð fyrir hið stóra og öfluga þýska efnahagskerfi en menn hafa búist við fram að þessu.  


mbl.is Ekkert lát á uppsögnum hjá Lufthansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband