13.12.2020 | 22:25
Þarf að beisla tölvutæknina til að bæta nýtingu farartækja.
Ein af röksemdunum fyrir því að stórlækka bifreiðagjöld af fornbílum er sú, að eðli málsins samkvæmt sé þeim yfirleitt ekið margfalt minna en nýrri bílum, til dæmis vegna viðhalds og skorts á varahlutum.
Einnig eru þeir ekki skoðanaskyldir nema annað hvert ár af sömu ástæðu.
En núna, þegar miklar breytingar eiga sig stað í samsetningu bílaflotans, þyrfti að nýta sér tölvu- og fjarskiptatæknina til þess að gera einstaklingum og fjölskyldum kleyft að skipuleggja farartækjaeign sína þannig, að hún leiði til sem mestrar hagkvæmni og orkusparnaðar.
Það gæti til dæmis falist í því að vegna þess að það geti verið gott að eiga einn bíl, sem kemst með fólk á lengri leiðum, verða það of margir sem telja sig knúna til þess að bíll númer eitt í notkun sé stór, jafnvel þótt ekki sé þörf til að aka honum nema nokkur hundruð eða örfá þúsund kílómetra á ári.
Meðan afsláttur var gefinn af opinberum gjöldum á dísilbílum hér um árið var í gangi kerfi, þar sem hægt var að lesa af mælum bílsins og miða gjöldin við það hve mikið bílnum var ekið.
Á síðustu árum hafa myndast möguleikar til þess að hafa svipað kerfi varðandi bifreiðagjöld þannig, að með tölvukeyrðu eftirliti sé hægt að fá að borga þau gjöld, sem eru miðuð við not farartækisins á vegakerfinu, í samræmi við ekna kílómetra.
Það er ekki aðeins auðsjáanlega sanngjarnt, heldur hvetur það líka til sveigjanleika við ákvörðun eigenda farartækja um notkun þeirra.
Síðuhafa finnst til dæmis skítt að þurfa að borga há gjöld vegna 1998 gerðar af sparneytnum dísil Vitara jeppa, sem á 35 tommu dekkjum hefur eiginleika jöklajeppa vegna þess hve léttur hann er, aðeins 1480 kíló.
Vegna starfa minna sem kvikmyndagerðar- og fjöliðlamanns hefur verið nauðsynlegt að hafa slíkan bíl til taks, þótt það komi jafnvel ár þegar honum er aðeins ekið nokkur hundruð kílómetra.
En þessum bíl hefur aðeins verið ekið rúmlega eitt þúsund kílómetra á ári síðustu sjö ár.
Deilt um hvort Ford væri forn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, tæknin er til staðar. Ýmis notkun tölvutækninnar tók stóran kipp við covid. Stundum er eins og það þurfi eitthvað neiðarástand til. En 15.000 króna kínverskur snjallsími getur safnað upplýsingum eins og flugriti um hæð, hraða, stefnu, halla, g krafta, loftþrýsting, staðsetningu o.fl.. En í þeim eru ótrúlegustu skynjarar og móttakarar sem fæstir vita um.
Vagn (IP-tala skráð) 14.12.2020 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.