Svíþjóð: Samsvarar 270 látnum hér.

Svíar hafa löngum verið fyrirmynd okkar hvað varðar velferðarkerfið sem þar var byggt upp á síðustu öld. 

Þess vegna voru fyrstu fréttir af ástandinu þar í upphafi covid-faraldursins óvænt áfall fyrir marga. 

Lýsingarnar, sem fengust frá fyrstu hendi af því hvernig fólk stráféll í upphafi og hvernig ástandið var víða á ólíklegustu stöðum, svo sem á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum, virtust í hrópandi ósamræmi við það mikla álit sem Svíar nutu sem þjóð í fararbroddi í heilbrigðismálum. 

Þegar fyrsta bylgjan hafði riðið yfir og aðrar þjóðir glímdu við fyrstu bylgjuna virtist í bili, sem eins konar "sænsk leið" sem sögð var miða að því að fá fljótt fram hjarðónæmi í gegnum hinar háu fyrstu tölur, gæti jafnvel orðið fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. 

Annað átti því miður eftir að koma fljótt í ljós. Svíar eru enn langt frá hjarðónæmi, sennilega vegna þess, að ef hjarðónæmið átti að byggjast á ástandi, sem hafði mikinn fjölda dauðsfalla í för með sér og ofgnótt af fólki á spítala og í öndunarvélum, myndi hið rómaða heilbrigðiskerfi hrynja með skelfilegum afleiðingum. 

Nú er covidárið að líða og fjöldi dauðsfalla nálgat 8000 í Svíþjóð, mörg á hörmulegan hátt þar sem velja varð þá úr sem þyrftu að deyja og hina, sem ætti að hjálpa, samsvarar því að hér á landi væru 270 látnir, níu sinnum fleiri en raunin er. 

Hugtakið "sænska leiðin" sem árangursrík aðferð til að kljást við drepsóttina hvarf enn fljótar en hún birtist.   


mbl.is Konungurinn telur að Svíum hafi mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er greinilega gaman að hafa uppi rangfærslur, og því skemmtilegra sem maður endurtekur þær oftar, fyrir suma:

Það er fjarri lagi að í Svíþjóð hafi þurft að forgangsraða fólki inn á spítala í upphafi. Það er líka fjarri lagi að ástæðan fyrir fjölda dauðsfalla þar sé sú leið að setja litlar takmarkanir á daglegt líf.

Það eru tvær ástæður fyrir því hvernig fór í Svíþjóð. Önnur er sú að öldrunarheimili voru opin og hlífðarbúnaður af skornum skammti. Hin er sú að neyðaráætlun sem aðeins átti að nota ef spítalar yfirfylltust (sem þeir gerðu aldrei) var sett í gang í mörgum lénum fyrir mistök, og hún fól í sér að gamalt fólk var ekki flutt á spítala til meðhöndlunar.

Hin svonefnda sænska leið, að halda samfélaginu opnu í stað þess að loka öllu, hefur borið mikinn árangur. En þau mistök sem gerð voru í upphafi varðandi öldrunarstofnanir voru að sjálfsögðu ekki hluti af þeirri leið.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.12.2020 kl. 11:43

2 identicon

Þessa dagana deyja 50-60 manns daglega í Svíþjóð. Það er í mesta lagi þriðjungi minna en þegar mest var í vor. Það má því spyrja hvaða mistök þeir séu að gera núna.

Sjónarmið kóngsins er vel skiljanlegt.

ls (IP-tala skráð) 17.12.2020 kl. 12:10

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er veirufaraldur. Veiran dreifir sér um allan heim og útbreiðslan sveiflast upp og niður. Stundum fjölgar smitum ógnarhratt og stundum fækkar þeim. 

Þorsteinn Siglaugsson, 17.12.2020 kl. 12:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég fékk lýsingar "frá fyrstu hendi" frá Svíþjóð hvernig á tímabili þurfti vegna tímahraks og of fárra starfsmanna og lækna að velja úr hina dauðadæmdu af handahófi. 

Ómar Ragnarsson, 17.12.2020 kl. 16:03

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei Ómar, það var hvorki tímahrak né of fáir starfsmenn. Dauðadómurinn yfir gamalmennum var fallinn. Sænska kerfið sýndi sína köldu hlið, sem maður bíst eiginlega ekki við.

FORNLEIFUR, 17.12.2020 kl. 19:09

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem gerðist var að neyðaráætlun, sem átti að fara í gang ef spítalar yfirfylltust, fór í gang þótt þeir hefðu ekki yfirfyllst. Með öðrum orðum, þá voru gerð mistök í upphafi faraldursins. Fréttaritari RÚV lýsti þessu vel í ágætum pistli í Speglinum fyrir nokkrum vikum síðan.

Og neyðaráætlunin, sem fyrir mistök var sett í gang, snerist ekki um að velja fólk "af handahófi", heldur snerist hún um að elsta fólkið fengi ekki sjúkrahúsvist.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.12.2020 kl. 22:17

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir þá, sem urðu vitni að þessu, blasti við að fólk var valið úr til þess að meina því um sjúkrahúsvist. 

Ómar Ragnarsson, 17.12.2020 kl. 23:29

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Var ekki bannað í einhverju hluta af heiminum að nota Kíninn, sem verður að HCQ, var bannað að nota það fyrr en sjúklingur væri kominn fárveikur á spítala, en þá var of seinnt að gefa parasite Sníkjudýra lyfið til dæmis HCQ þróað frá kinin, Parasitarnir, Sníkjudýrin voru þá búnin að veikja líkamann svo mikið að aðrir sýklar komust í líkaman, og á þá virka parasita lyfin ekki. Við hljótum að vera svona heimskir, ekki erum við svona vondir, nei.

slóð

Gildran ónýt? COVID-19 sníkjudýr svipað og þau sem valda malaríu. Hvers vegna eru viðtakendur COVID-19 bóluefnisins skyndilega jákvæðir fyrir HIV? Ástralía hættir við Covid bóluefnisrannsóknir sínar eftir að HIV falskur jákvæður birtist!?!?

11.12.2020 | 23:42

Blekkingar, blekkingar, blekkingar.

Hvað er rétt, hvað er satt, við athugum og skoðum. 

000

 

Af hverju mátti ekki nota reyndu lyfin sem virkuðu og virka? 

Lyf gegn sníkjudýrum getur drepið COVID-19 frumurækt innan 48 klukkustunda, segir í rannsókninni.

Egilsstaðir, 15.12.2020   Jónas Gunnlaugsson

000

slóð

Það er augljóslega sníkjudýr, ekki coronavirus. Einkaleyfið á Remdesivir er hjá UNITAID er með skrifstofu nálægt Wuhan, Kína. Fjárfestar eru, George Soros, Bill & Melinda Gates og WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin).

14.12.2020 | 16:27

(Covid-19 er sníkjudýra sýking)

Það er ástæðan fyrir því að, hydrochloraquine og Invermectin, sníkjudýra lyfin virka.

Slóð

Physician Tells Senate, Ivermectin Is a COVID 'Wonder Drug'; If You Take It, You Will Not Get Sick' Please, I am just asking that they review our manuscript. (allow the dctors, GPs to use the drug Ivermectin. jg)

11.12.2020 | 10:59

Early treatment is key. We need to offload the hospitals.

We are tired.

 

I can't keep doing this. If you look at my manuscript, and if I have to go back to work next week, any further deaths are going to be needless deaths, and I cannot be traumatized by that.

 

I cannot keep caring for patients when I know that they could have been saved with eearlier treatment and that drug that will treat them and prevent the hospitalization is Ivermectin.

 Egilsstaðir, 17.12.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 18.12.2020 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband