Hvernig getur ESB valdið dauða þúsunda covidsjúklinga?

Síðan í sumar hefur af og til skotið upp kollinum furðuleg umræða á netmiðlum þess efnis að ESB sé að valda dauða þúsunda covidsjúklinga með því að tefja fyrir því að bóluefni komist í notkun. 

Í upphafi sló aðeins á þetta þegar í ljós kom að Trump hafði pantað stóran skammt frá þýsku lyfjafyrirtæki í hjarta ESB!  

En aftur var byrjað á því að krefjast þess að segja sig frá samstarfi við Evrópu í þessum efnum og leita til lang öflugasta ríkis heims, Bandaríkjanna. Eða að troða okkur fremst í biðröð þjóðanna, - ekkert mál.  

Um daginn sagði reyndar Bandaríkjaforseti að þar í landi kæmi bóluefnið í notkun núna um áramótin. 

En síðustu daga hefur tónninn harðnað í skrifum um vonsku ESB sem tefji fyrir og standi í vegi fyrir útdeilingu bóluefnis og meira að segja ýjað að því að ESB beinlínis valdi dauða þúsunda og jafnvel tugþúsunda sjúklinga með stirfni sinni og andófi. 

Þegar svona sést haldið fram getur verið ágætt að spyrja spurningarinnar um það hverjir hagnist á þessu meinta háttalagi ESB. 

Líka að skoða hver sé orsök þess að helmingi minna bóluefni komi frá Pfizer lyfjarisanum en lofað var. 

Þá verður málið dálitið snúið, því að í fyrsta lagi er Pfizer bandarískur lyfjarisi og í öðru lagi segja þeir hjá Pfizer að um sé að kenna skorti á hráefni. 

Og spurningin er: Hvernig gat ESB valdið töfum hjá Pfizer og skorti á hráefni þar? 

Samkvæmt tengdri frétt á mbl.is ætti að vera hægt að bólusetja hér fyrir áramót, eða um svipað leyti og Trump hafði spáð að hægt yrði að bólusetja þar í landi! 

Og síðan er þess að geta, að þótt ESB sé fyrirferðarmikið og oft umdeilt bandalag, eru það samtök lækna frá tólf löndum í Evrópsku lyfjastofnuninni (EMI) sem tengjast lyfjamálum álfunnar og eru alls ekki sama fyrirbærið og ESB.  

Fjölmargar evrópsk samtök og stofnanir eru ýmist stofnuð á undan ESB eða með miklu fleiri aðildarþjóðir innan vébanda sinna en eru í ESB. 


mbl.is Svona standa samningar Íslands um bóluefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband