Að sjálfsögðu farið eftir ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Af hverju ekki hér?

Gott er að gengið hefur verið frá útgöngu Bretlands úr ESB. Farið var eftir vilja meirihluta þeirra, sem tóku þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálsögðu var ekki farið gegn úrslitunum, þótt afar mjótt væri á munum og að þeir sem vildu útgönguna væru um 37 prósent af kosningabærum Bretum. 

Margt er líkt með þessari atkvæðagreiðslu or ráðgefandi atkvæðagreiðslu hér á landi um nýja stjórnarskrá þar sem um 34 prósent kosningabærra Íslendinga vildu nýja stjórnarskrá á grundvelli stjórnarskrár stjórnlagaráðs. 

Bæði í bresku kosningunum og öðrum slíkum gildir hvernig þeir sem þátt töku greiddu atkvæði, burtséð frá því hve margir tóku þátt. 

Í íslensku kosningunum var munurinn afgerandi, tvöfalt fleiri sögðu já en sögðu nei, bæði um málið í heild og um sértækar spurningar úr efninu. 

Undantekning var um greinina um stöðu Þjóðkirkjnnar. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var kveðið á um algeran aðskilnað, en naumur meirihluti vildi það ekki. Eftir því ætti auðvitað að fara, að ekki sé talað um hið mikla fylgi í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu við hornsteina frumvarps stjórnlagaráðs, auðlindaákvæði, jafnt vægi atkvæða og beint lýðræði. 

En þegar þetta lá fyrir brá svo við að margir þeir s0mu Íslendingar, sem töldu ótvírætt að fara eftir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi, töldu af og frá að gera það á Íslandi.  


mbl.is Samningur í höfn hjá Bretum og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband