Alls kyns endurleiga er algeng við kaup nýrra véla.

Í fróðlegri umfjöllun á Youtube má sjá farið yfir þann feril, sem algengastur er við kaup á nýjum þotum eins og Icelandair er að gera. 

Þar kemur fram að slík kaup eru oftast miklu flóknari í framkvæmd en virðist á yfirborðinu.  

Það felst helst í því að þegar byrjað er að fljúga þotunni er hún endurleigð til sérstaks fyrirtækis sem sérhæfir sig í slíku. 

Er þar með alveg mögulegt að vélin verði áfram í notkum flugrekandans, þótt eignarhaldið sé flókið.  

Venjulegir bíla"eigendur" þekkja þetta vel af gamansögu, sem fékk vængi hér á árum áður þegar starfsmaður hjá Stöð tvö kom í vinnuna einn morgun á þessum líka glæsilega lúxusbíl og spurningar svör hjá samstarfsmönnunum og "eiganda" dundu yfir þangað til Björgvin Halldórsson kom með síðustu spurninguna: 

"Benz eða BMW?"

"BMW". 

"Sjálfskiptur eða beinskiptur" 

"Beinskiptur"

"Sex strokka eða átta strokka?"

"Átta strokka?"

Bo:  "Glitnir eða Lýsing?"

Þegar litið er yfir skráningar á eignarhaldi farartækja sést langoftast þegar um flugvélar er að ræða, að "eigandinn" er skráður sem "umráðamaður" en lánveitandinn sem eigandi, og þetta á líka við um ótrúlega marga bíla. 


mbl.is Icelandair semur um sölu og endurleigu á MAX-vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband