26.12.2020 | 11:54
Dásamleg fréttir: Til hamingju, Magnús Scheving.
Fyrir land, þar sem íbúarnir eru ekki fleiri en finna má í ótal hverfum borga heimsins, er það ekkert sjálfsagt mál að einstaklingar komist á lista yfir 100 hinna fremstu í heiminum.
Íbúar jarðar eru nefnilega 25 þúsund sinnum fleiri en við Íslendingar.
Það var því merkilegt í meira lagi þegar nafn Kára Stefánssonar birtist erlendis sem eins af hundrað merkustu manna á sviði læknisfræði í heiminum.
Nú er tilefni til að samfagna Magnúsi Scheving með það að hafa átt hugmynd að sjónvarpsþætti og standa fyrir gerð hans með þeim árangri að hann hafi ratað í 20. sæti yfir 100 bestu sjónvarpsþætti sögunnar.
Þegar hafðir eru í huga allir þeir óhemju fjármunir og milljónir fólks sem stendur að gerð sjónvarpsþátta er dásamlegt að geta óskað Magnúsi Scheving og þjóðinni til hamingju með verðskuldaðan heiður.
![]() |
Stebbi var náttúrlega alveg brilljant í þessu hlutverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Það er ótrúlegt að þjóð sem er ekki fjölmennari en Árósar Danmerkur og nærumhverfi rati svona oft á topplista, allt í senn í skapandi greinum, íþróttum og viðskiptalífi.
Geir Ágústsson, 26.12.2020 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.