Dásamleg fréttir: Til hamingju, Magnús Scheving.

Fyrir land, þar sem íbúarnir eru ekki fleiri en finna má í ótal hverfum borga heimsins, er það ekkert sjálfsagt mál að einstaklingar komist á lista yfir 100 hinna fremstu í heiminum. 

Íbúar jarðar eru nefnilega 25 þúsund sinnum fleiri en við Íslendingar. 

Það var því merkilegt í meira lagi þegar nafn Kára Stefánssonar birtist erlendis sem eins af hundrað merkustu manna á sviði læknisfræði í heiminum. 

Nú er tilefni til að samfagna Magnúsi Scheving með það að hafa átt hugmynd að sjónvarpsþætti og standa fyrir gerð hans með þeim árangri að hann hafi ratað í 20. sæti yfir 100 bestu sjónvarpsþætti sögunnar. 

Þegar hafðir eru í huga allir þeir óhemju fjármunir og milljónir fólks sem stendur að gerð sjónvarpsþátta er dásamlegt að geta óskað Magnúsi Scheving og þjóðinni til hamingju með verðskuldaðan heiður.   


mbl.is „Stebbi var náttúrlega alveg brilljant í þessu hlutverki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hjartanlega sammála. Það er ótrúlegt að þjóð sem er ekki fjölmennari en Árósar Danmerkur og nærumhverfi rati svona oft á topplista, allt í senn í skapandi greinum, íþróttum og viðskiptalífi.

Geir Ágústsson, 26.12.2020 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband