Of snemmt er að fagna sigri yfir veirunni.

Sífellt skýtur upp þeim skilningi hjá mörgum, að það að ekki sé að sjá að bylgja smitana sé að rísa, sýni að losarabragur varðandi það að fara eftir sóttvarnarreglum sé bara ágætt mál. 

Hins vegar er búið að margtaka það fram í níu mánuði, að vegna þess að það tekur minnst viku eða meira að áhrif smitana komi fram, verði að halda vökunni áfram að minnsta kosti sem því nemur og helst lengur. 

Af og til koma upp kvartanir yfir frá einstökum hópum að hjá þeim séu smit færri en öðrum einhverjar vikur og þess vegna eigi að fara eftir því. 

En oftar en ekki hefur þessi röksemd orðið úrelt við það að ástandið hefur breyst til hins verra skömmu eftir að krafan um afléttingu komu fram.   


mbl.is Þórólfur svarar gagnrýni Jakobs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband