Þorrablótin eftir páska?

Ef þorrablótum yrði frestað, hve löng gæti sú töf orðið?  Þótt fljótlega berist athyglin að páskunum og að vitað sé að jólin séu upphaflega heiðin hátíð á Norðurlöndum, er spurning hvort það sé ekki full bratt að vera með þorrablót á hinni grónu kristnu hátíð. 

Þegar litið er á aðstæður kemur í ljós að meðalhiti í apríl er aðeins 2,9 stig í Reykjavík og að þess vegna gæti komið til greina að þorrablótin yrðu eftir páska, sem lýkur 5. apríl. 

Þá er enn er vetur á almanakinu og þau gætu staðið fram að 1. maí og jafnvel fram undir mæðradaginn, sem er 9. maí.  

Að vísu verður mun meiri og bjartari sólargangur í lok vetrar en er í febrúar, en aldrei verður á alveg allt kosið við svona tilfærslu, og í lok janúar er hvort eð er víða haldið hátíðlegt að sólin fari hækkandi. 

Síðan má athuga hvort hægt sé að dreifa þorrablótunum yfir fjóra mánuði og fara afar varlega af stað en sæta færis við að auka fjörið, en þó ætíð í samræmi við aðstæður í sóttvarnarmálum. 


mbl.is Verða þorrablótin haldin í apríl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband