Fleiri farþegar í Leifsstöð en uppgangsárið 2011.

Það er engin smáræðis fækkun flugfarþega í Leifsstöð á árinu 2020 þegar sagt er að þeir séu núna aðeins 24 prósent af því sem þeir voru árin á undan. 

Þegar litið er á þessar tölur síðustu árin kemur hins vegar í ljós, að samt eru þetta fleiri farþegar en voru árið 2011 sem var talið mikið uppgangsár í ferðaþjónustunni.  

Þetta segir okkur býsna margt. 

Í fyrsta lagi hve gríðarlegur og að mörgu leyti of mikil fjölgun farþega var á níu árum. 

Í öðru lagi hve miklu betur við erum í stakk búin til að takast á við hinn mikla efnahagssamdrátt, sem dundi yfir árið 2020 og getum fyrst og fremst þakkað það hinum ævintýralega vexti ferðaþjónustunni. 

Í þriðja lagi hve yfirdrifið það er að segja að þetta sé mesta kreppan í heila öld. 

Í fjórða lagi að sé litið á kjör almennings í lok kreppunnar miklu 1930-1940 og þau borin saman við kjör Íslendinga nú, er himinhrópandi munur þar á; hve miklu verri kreppan fyrir stríð var. 

Svipað má segja um samdráttinn eftir stríð. 

Í fimmta lagi er sú mótsögn, sé miðað við lið númer 2, að stór hluti vandans nú felst í því að búið var að þenja svo bogann fyrir covid, að það gerir margt mun erfiðara að fást við.    


mbl.is 24% af farþegafjöldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það eru umtalsvert fleiri farsímar til núna en árið 990. Það hlýtur þá að segja okkur að allt tal um kreppu núna. í atvinnuleysi tugþúsunda og þrefalt meiri efnahagssamdrætti en í nágrannalöndunum sé úr lausu lofti gripið.

Ertu fífl?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2021 kl. 23:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svo að því sé haldið til haga, þá er samdrátturinn hjá okkur meiri en í nágrannalöndunum og atvinnuleysið tilfinnanlegt. En við eigum að búa yfir meiri möguleikum en í kreppum 20. aldarinar til þess að komast yfir þennan vanda. 

Ómar Ragnarsson, 4.1.2021 kl. 00:00

3 identicon

Það er þetta með glerhúsin og steinkastið.

Það er nefninlega heilmikið til í því að þó þetta sé skarpasta niðursveiflan í langan tíma, sé þetta ekki eins djúp kreppa og kreppan mikla og líklegra en ekki að þessi niðursveifla vinnist tiltölulega fljótt aftur.

Og þrátt fyrir niðursveifluna höfum við það miklu betra en fyrir ekki svo mörgum árum.

Ágætis ábending með farþegafjöldann samanborinn við fjöldann fyrir aðeins tæpum tíu árum, þó að líkast til þurfi að fara talsvert lengra aftur í tímann ef við skoðum t.d. bara seinni hluta ársins. Breytir þó engu um meginályktunina að hugsanlegaa hafi einhverjir verið búnir að spenna bogann full hátt. Rétt eins og 2008.

ls (IP-tala skráð) 4.1.2021 kl. 10:18

4 identicon

Ríkissjóður hefur heldur aldrei áður verið rekin með 370 milljarða halla á einu ári!

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 4.1.2021 kl. 13:19

5 identicon

Ef einhver talaði svona við mig heima hjá mér eins og þessi Þorsteinn Siglaugsson ávarpar Ómar myndi ég biðja hann að fara út og vera úti. Ég væri jafnvel til með að rétta honum hjálparhönd við að færa sig í yfirhöfnina, en hann er ljóslega með skítuga skóna á fótunum og hikar ekki við að vaða yfir fólk á þeim. Þetta er fullkomlega rakinn dónaskapur og ofbeldi.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 4.1.2021 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband