Möguleikinn á að "drepa" 12% atkvæða var ekki í frumvarpi stjórnlagaráðs.

5 prósenta lágmarksfylgi flokks til að fá kjörinn þingmann er hæsta hlutfall í Evrópu.

Í Þýskalandi var rótin fyrir svo háu hlutfalli viðleitni til að hamla gegn möguleikum nýnasista, nokkuð sem ekki þarf hér á landi. 

Ef svona þröskuldur væri ekki hér á landi, þyrfti 1,59% atvæða til þess að fá einn þingmann kjörinn. Jafnvel þótt slíkur þingmaður lenti í stjórnarandstöðu myndi rétturinn til þingsetu og þátttöku í störfum þingsins skila áhrifum kjósenda hans inn í löggjöf og stjórn landsins. 

Ef atkvæðin eru hins vegar "dauð" er það rétt orð; öll þessi atkvæði voru einskis metin og "drepin." 

Í kosningunum 2013 munaði sáralitlu að "dauð" atkvæði yrðu 15-16%, og þau 12% atkvæða sem þá urðu "dauð," voru fleiri atkvæði en nam öllum atkvæðum í Norðvesturkjördæmi. 

Í kosningakaflanum í frumvarpi stjórnlagaráðs var þetta misrétti afnumið og gefinn kostur á beinu lýðræði þar sem kjósandinn velur þann, sem hann kýs, beint en ekki í gegnum einhver misgóð prófkjör eða kjördæmafundi. 

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 kom fram skýr vilji fyrir jöfnu vægi atkvæða og beinu lýðræði. 

Það er fróðlegt að sjá hverjir hamast mest gegn þessu og enn fróðlegra væri að vita hvers vegna. 

 


mbl.is Hvað verður um dauð atkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þú ættir að lesa eða hlusta á Obama. Hann ætlaði sér að koma með nýja hugsun til Washington Yes we can, en varð strax í sínu fyrsu málum að semja bak við tjöldin við fólk úr sínum eigin flokki til að ná 60% sem þarf til að mál séu ekki stöðvuð með málþófi. Finnst þér virkilega að það hafi gengið svo vel að koma saman starfhæfri ríkisstjórn að það þurfi fleiri smáflokka uppfulla af egóistum til að flækja malin enn frekar. 

Persónulega þá verður mér alltaf hugsað til Stebba Valgarðs sem fékk allt fyrir sitt kjördæmi sem honum kom til hugar því annars var hann bara farinn og stjórnin hans Steingríms fallin

Grímur Kjartansson, 5.1.2021 kl. 22:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar farið er yfir sögu íslenskra stjórnmála síðan 1918 sést að erfiðustu stjórnarkreppurnar voru 1942, 1949, 1978, 1979 og 1983 þegar flokkarnir voru aðeins fjórir í stað átta núna. 

Ómar Ragnarsson, 5.1.2021 kl. 23:30

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

1942 reyndist meira að segja ekki hægt að mynda þingræðisstjórn, hvorki minnihluta- né meirihlutastjórn og varð að mynda einu utanþingsstjórnina, sem hefur verið á Íslandi. 

Ómar Ragnarsson, 6.1.2021 kl. 00:56

4 identicon

Það er misskilningur að 5% fylgi á landsvísu sé lágmark til að fá kjörinn þingmann. Flokkur sem byði fram í einu kjördæmi gæti sem hæglegast fengið þingmann þótt mikið vantaði upp á 5% á öllu landinu. 

Þessi fimm prósent eru hins vegar til að gefa flokki færi á að fá landskjörinn þingmann þótt hann fengi engan kjördæmakjörinn.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband