Gerbylting á örfáum árum.

Strax í upphafi bílaaldar lá það ljóst fyrir að rafhreyfillinn hafði, sakir einfaldleika síns og afkasta, yfirburði yfir sprengihreyfilinn.  

Öld síðar hefur bensínhreyfillinn ekki komist lengra í þróun sinni en það, að rafhreyfillinn meira en tvöfalt betur. 

Sagt er að eiginkona Henry Ford hafi heimtað að fá að sleppa við að aka bensínbíl og heimtað rafbíl, sem Ford hafi síðan látið hana hafa, þó án þess að hætta við að þróa bensínbílinn, því að völd og áhrif olíukónganna réðu þar ferðinni í heila öld í viðbót.

Undir lok 20. aldar fór að vísu að rofa til, en þá gripu ráðandi öfl til þess bragðs að kaupa jafnóðum upp þá, sem voguðu sér að reyna að ryðja rafbílnum braut. 

Giskað hefur verið á að rafbíllinn hafi verið stöðvaður í tuttugu ár af þessum sökum. 

Loks fór þó svo að uppgötvanir, sem ekki var hægt að stöðva, svo sem að nýta liþíum-ion í stað blý- og zilisíum- og zink-geyma, breyttu stöðunni. 

Þegar Tesla S kom fram fyrir um áratug, voru ekki margir trúaðir á neina rafbilabyltingu. Bíllinn þótti of dýr til þess að það væri nein ógn af Elon Musk og hans afurðum. 

En mönnum sást yfir margt í þessum dómum, til dæmis það, að rafbílar fram að þessu höfðu verið hannaðir á svipaðan hátt og bílar með eldsneytisknúna hreyfla. 

En í Texla S var þessu umbylt á þann hátt, að engin leið er að setja í hann bensínvél vegna hugvitssamlegrar dreifingar rafhlaðna og aflbúnaðar í bílnum, sem aðeins miðast við eiginleika rafhreyfla og rafmagns. 

Þetta var svipuð byling og þegar bensínvélin tók við að hestinum á sínum tíma og síðar byltingin með Mini þegar langsum hestur/bensínvél var leyst af hólmi með þversum vél í bíl, sem engin leið var að knýja með þversum hesti! 

Tesla S var sem sagt tákn um þá tregðu í hugsun sem oft kemur í veg fyrir framfarir. 

Þegar Musk sagði frá því að Tesla 3 væri væntanlegur fékk hann heldur betur hrakspárnar yfir sig og misserum saman var því stanslaust haldið fram að hann stefndi í hrikalegt gjaldþrot. 

En hann stóð það af sér í krafti þess að það hafði tekist að framleiða rafbíl með stórbættri hönnun sem millistéttin gat eignast og notað.   

Þannig varð þetta samt og það gerðist svo hratt á örfáum árum, að undrum sætti. 

Síðuhafi hefur verið hefur dyggur lesandi þýsku bílatímaritanna Auto Motor und Sport og Auto Zeitung í hálfa öld, og nánast í hverju blaði hefur verið ítarlegur samanburður á sambærilegum bílum hvað snerti stærð og verð frá Benz, BMW og Audi "eðal" framleiðendunum. 

Hefur yfirleitt verið hnífjafn og harður slagur á stigatöflunni. 

Síðan kom að því fyrir ári amerískur bíll bættist inn í hóp þess besta, sem Audi, BMEW og Benz höfðu upp á á bjóða í neðri miiliflokknum, Audi 4, BMW 3 og Benz C. 

Eins og venjulega varð stigaslagurinnn harður í keppni hinna þriggja fræknu, en ekki um fyrsta sætið heldur annað sætiö. 

Þannig fór þessi slagur samt. 

Í fyrsta sæti tróndi sá ameríski, Tesla 3. 

Fáheyrð úrslit hjá einu virtasta bílatímariti Evrópu. 

Forsíða Auto 

P.S. Í athugasemd afgreiðir "Vagn" úr launsátri nafnleyndar sinnar þennan pistil sem "sögufölsun" og minnir með því á fyrirrennara sína hér á síðunni, "Hilmar" og "Hábein" sem afgreiddu pistla þessarar síðu á sinni tíð sem "lygar og rangfærslur."  Myndin hér við hliðina var birt á sínum tíma þegar keppinautar Tesla 3 fóru í gegnum ítarlegan og viðamikinn samanburð og er því dæmi um þá miklu "sögufölsun" sem Vagn talar um.    

 

 


mbl.is Tesla 3 mest seldi bíllinn 2020
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undarleg sögufölsun.

Vagn (IP-tala skráð) 9.1.2021 kl. 23:35

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Alltaf að koma betri brunavelar

https://www.youtube.com/watch?v=JoQkTIfAB2U

During industry days at the 2017 North American International Auto Show, CEO David Johnson announced that by 2018 Achates would produce a drivable prototype truck powered by a 2.7-liter 270-hp, 479-lb-ft supercharged turbodiesel OP-3 engine capable of complying with Tier 3, LEV III, Euro 6 emissions while exceeding 2025 CAFE standards (its projected EPA label values will be 25/32/28 mpg city/highway/combined, yielding a 37-mpg unadjusted CAFE figure when 33 is the requirement for trucks with a footprint of 65-70 square-feet). Johnson further claimed that it would be 30 percent more efficient than the best diesel engines of comparable output, and 50 percent thriftier than the best similar gas engines. But the bigger bombshell was his announcement that of the nine automakers who have signed on as development partners, at least one of them has begun tooling up to build an opposed-piston engine in volume.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.1.2021 kl. 00:04

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þetta er sama hugsun og við hönnun á Junkers Jumo 205 flugvéladieselvel þjóðverja

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.1.2021 kl. 00:10

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Var það ekki í kringum 1975 sem Gísli rafmagnsprófessor flutti inn rafbíl sem var svona rugbrauðstýpa af japanskri gerð

svo einhverjir trúðu

Grímur Kjartansson, 10.1.2021 kl. 05:16

5 identicon

Ómar. Það er stundum gott að hugsa út fyrir ramma síns pólitíska rétthugsunar. Fyrir 10- 15 árum síðan voru fullyrðingar í gangi um að landsvirkjun væri að niðurgreiða verð til Álvera . Það stjórnaðist að sjálfsögðu af því að upplýsingum var haldið leyndum. Nú hefur hið sanna komið í ljós. Verður er hærra til þessara fyrirtækja og í raun er þetta öfugt. Það er verið að niðurgreiða verð til almennings með því að láta þessi fyrirtæki borga meira. Nú að sjálfsögðu tek eg inn í dæmið þá staðreynd að magnsamningur er alltaf hagkvæmari fyrir landsvirkjun en samningur til smáneytenda. Það er alltaf svo. Það gengur ekki eins og mér sýnist þú leggja til að leggja niður þessi álver og fá þannig rafmagn til orkuskifta og fyrir komandi kynslóðir. það er bullandi neikvæðni í gangi í þjóðfélaginu eins og ég tíundaði í kommenti við síðustu færslu þinni. Ég gleymdi að minnast á niðurrifsstrfssemi gagnvart landsvirkjun og eins bara öllum fyrirtækjum sem afla tekna fyrir þjóðarbúið. Það er líkt og menn haldi að það að ausa peningi til "listamanna" og koma á atvinnubótarvinnu í þjóðgörðum skili pening í ríkiskassann. Þeir sem trúa því ættu að lesa Lukku Láka. Höfundur hans tók fyrir í einni bók þessa firru og slátraði henni með eftirminnanlegum hætti. Það er til hugtak sem heitir að vera lausnarmiðaður. Ef á að banna allar virkjanir og ekki stinga niður stunguspaða út af smámunasemi einhverra þá er líka ýmislegt annað í stöðunni. Nokkrar tilllögur: Tengja Dreifikerfið betur með tengingu kringum landið og og norður- suður.Reyndar er spurning hvort það sé inn í myndinni vegna andstöðu en forsætisráðherrann okkar missti að nú reyndar útúr sér, vegna þess að hún var stillt upp við vegg, að þetta væri lausnin á orkuvandanum þrátt fyrir að aðgerðarsinnar VG hafi hamast eins skrattinn gegn þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum síðan.Með tengingu nýtist rafmagnið betur og skapar auk þess meira öryggi. 2: Það er hægt að nýta rafmagnið betur með varmadælum. Það hefur allt of lítið gert í því að nýta þessa tækni. Það er hægt að ná orku úr útilofti, jörðinni ef grafið er meter niður, vötnum og jafnvel hægt að nýta líkamshita frá húsdyrum til sveita. Allt með varmadælum. Og í sumum tilfellum nýta hitann sem skapast frá frystiklefum ( hiti frá ís- og frystiskápum er notað í dag inn i breytuna þegar reiknaður er orkurammi íbúðarhúsnæðis).3. Það er hugsanlegur möguleiki að spara rafmagnið með þvi að nota eitthvað annað í staðinn í einhverjum tilfellum. Betri einangrun íbúðarhúsnæðis kemur fyrst upp í hugann og, kannski langsóttara en þó ekki, breyttur lifsstíll og heilbrigðari. Með þeim þægindum sem hlý og þægileg híbýli hafa skapast hefur þjóðin orðið latari að hreyfa sig og njóta útiveru.Það er ekkert að því að slökkva ljósin hluta dagsins og lækka í ofnunum og fara út og hreyfa sig.Þetta er lífsstílsvandamál og heilbrigðismál. Hallgrímur Hrafn Gíslason kemur síðan með link hér að ofan sem er athugunar verður. Á undanförnum árum og áratugum hafa orðið gífurlegar framfarir í hönnun bensín- og disilvéla sem hafa gert það að verkum að miklu minni mengun er frá essum vélum. Menn mega ekki gleyma að olían er í raun náttúruauðlind. Það sem skapar mengunina við það að brenna hana eru aukaefnin sem losna úr læðingi. Ný hugsun hefur rutt sér til rúms í mengunarvörnum sem felst í því að fanga þessi eiturefni sem kemur  frá bensínbílum og eins verksmiðjum og nýta þau. Þau hafa jú verið notuð í alls konar iðnaði og framleiðslu .Eflaust hefur verið svolítið stopp á framþróuninni á þessi sviði vegna þess að menn hafa einblínt á þennan eina kost: Rafmagnsbílinn . Bifreiðaframleiðendur hafa að sjálfsögðu lagt línurnar eftir almenningsálitinu og þessvegna lagt aukna áherslu á rafbílinn. Einhverjir hafa þó skyggnst annað og horft til vetnis. Og að síðust: Alltaf gott að skyggnast inn i framtíðina. Verið er að þróa ýmislegt í orkumálum heimsins hjá hugsuðum sem venjulegt fólk sér ekki fyrir.Þannig að þegar við erum dauðir, Ómar, þá kemur kannski eitthvert afabarnið með færslu á Mbl.is eftir 50 ár undir yfirskriftinni: HVER HEFÐI TRÚAÐ ÞESSU FYRIR NOKKRUM ÁRUM? 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 10.1.2021 kl. 09:48

6 identicon

"því að völd og áhrif olíukónganna réðu þar ferðinni í heila öld í viðbót."

Ekki segja svona Ómar þegar þú átt að vita og hlýtur að vita betur.

Auðvitað voru það vandamál með rafgeymana sem gerðu etanólið miklu betri kost og síðar bensín og olíu þegar til voru orðinr olíukóngar í kjölfar brunahreyfilsbyltingarinnar. 

Ford hafði í upphafi hugmyndir um notkun etanóls sem menn gætu framleitt sjálfir í dreifbýlinu.

Jarðefnaeldsneytið varð þó ofaná vegna hagkvæmni þökk sé olíukóngunum. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.1.2021 kl. 14:39

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég greini frá því í pistlinum að það voru liþíumgeymarnir sem réðu úrslitum á endanum. Afgreiðslan "sögufölsun" hjá Vagni minna mig á hinn nafnlausa fyrirrennara hans, "Hilmar" sem afgreiddi alla pistla mína sem "lygar og rangfærslur."   

Ómar Ragnarsson, 10.1.2021 kl. 15:14

8 identicon

Ég efast ekkert um að Tesla 3 hafi skorað hæst í sínum verðflokki í einhverjum bílablöðum, enda frábærir bílar. Það frábærir að það er alger óþarfi að reyna að auka hróður þeirra með bloggi sem er meira skáldskapur en söguskoðun. Og ekki auðvelt að sjá tilganginn í því.

Þegar Henry Ford og Tomas A. Edison hófu samstarf um framleiðslu rafmagnsbíla var það ekkert sem eiginkona Fords var að heimta. Og nokkrum árum seinna, þegar ljóst var að bensínið hafði vinninginn, var þeirri framleiðslu hætt. En í upphafi síðustu aldar voru fleiri rafbílar í London en nokkuð annað farartæki og í Bandaríkjunum var mest sala í rafbílum. Olíukóngar komu til seinna vegna vinsælda bensínbíla og mikillar sölu bensíns. Þegar rafbílarnir töpuðu fyrir bensínbílnum voru ekki til neinir olíukóngar með vald til að hafa áhrif á þá þróun.

Af þekktum bílum nútímans kom Nissan Leaf á undan Teslunum og var orðinn nokkuð vinsæll þegar Tesla snéri sér að rafbílaframleiðslu eftir að Musk keypti sig inn í fyrirtækið. Þegar Tesla S kom fram fyrir um áratug, voru margir trúaðir á rafbilabyltingu og töldu það vera framtíðina. Flestir bílaframleiðendur voru þá þegar búnir að eyða mörgum árum og milljörðum í að þróa og prufa rafbíla og nokkrir rafbílar á markaðinum. Tesla S var því ekkert sem kom á óvart. Tesla S var ekki tákn um þá tregðu í hugsun sem oft kemur í veg fyrir framfarir. Tesla S var bara tákn um það hvað hægt er að dæla mörgum milljónum dollara í fyrirtæki og selja marga bíla með tapi áður en það skilar sér króna í hagnað. Mér er til efins að BMW, Benz og Audi séu að selja sína bíla undir kostnaðarverði.

General Motors EV1, kynntur fyrst sem GM Impact 1990 og frá fyrsta pennastriki hannaður til að vera rafbíll um tveim áratugum á undan Teslunni, var framleiddur frá 1995 til 1999 með tapi.

Ekki er hægt að finna eitt einasta dæmi um að ráðandi öfl hafi gripið til þess bragðs að kaupa jafnóðum upp þá sem voguðu sér að reyna að ryðja rafbílnum braut undir lok síðustu aldar. En dræma sölu og gjaldþrot fjölda rafbílaframleiðenda er auðvelt að finna alla öldina og var helsta ástæða þess að Tesla var spáð gjaldþroti.

Vagn (IP-tala skráð) 10.1.2021 kl. 19:23

9 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar Ég held að NIO rafbílaframleiðandinn í Kína bjóði bíl með útskiptanlegar rafhlöður á þrem minútum. Þú hefur verið að óska eftir þannig lausn

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.1.2021 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband