10.1.2021 | 16:42
Svartsengi er ekki "á Reykjanesi".
"Jarðskjálfti á Reykjanesi" er ansi loðin lýsing á því hvar 4,1 stigs jarðskjálfti varð í nótt.
Skjálftinn varð nefnilega ekki á Reykjanesi, sem er ferhyrnt nes yst á Reykjanesskaganum , heldur við Svartsengi þar sem Bláa lónið er.
Þetta er hægt að sjá með því að lesa það í texta fréttarinnar, að skjálftinn hafi orðið um sex kílómetra fyrir norðan Grindavík.
![]() |
Jarðskjálfti 4,1 að stærð á Reykjanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reykjanesbær heitir Reykjanesbær vegna þess að hann er á Reykjanesi. Og Reykjanes Unesco Global Geopark heitir ekki Reykjanes Peninsula Unesco Global Geopark af sömu ástæðu, Reykjanes Unesco Global Geopark er á Reykjanesi. Sjá má Keili, sem er á því sem sumir kalla Reykjanesskaga en heitir Reykjanes, á merki Reykjanes Unesco Global Geopark.
Þó varnarliðið hafi gefið Reykjanesinu nafnið Reykjanes Peninsula um miðja síðustu öld til aðgreiningar frá stað sem einnig heitir Reykjanes þá er Íslenskunin á þeirri nafngift ekkert sem þarf að taka upp.
Vagn (IP-tala skráð) 10.1.2021 kl. 17:47
Sá sem heldur að svokallað varnarlið hafi gefið Reykjanesskaganum nafn sitt ætti að líta í bók og reyna að hafa það heldur sem sannara reynist.
"Hvergi á íslandi hafa önnur eins umbrot orðið af jarðeldum á jafnlitlu svæði eins og á Reykjanesskaganum, og hvergi er..." segir í blaði gefnu út 1883. Þarf svosem ekki að fjölyrða um það meir.
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 11.1.2021 kl. 20:08
Og það er fjarstæða að halda því fram að Reykjanesbær sé á Reykjanesi.
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 11.1.2021 kl. 20:10
Ekki síður en halda því fram að Ísafjarðarkaupstaður sé við Ísafjörð.
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 11.1.2021 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning