Svartsengi er ekki "á Reykjanesi".

"Jarðskjálfti á Reykjanesi" er ansi loðin lýsing á því hvar 4,1 stigs jarðskjálfti varð í nótt. 

Skjálftinn varð nefnilega ekki á Reykjanesi, sem er ferhyrnt nes yst á Reykjanesskaganum , heldur við Svartsengi þar sem Bláa lónið er. 

Þetta er hægt að sjá með því að lesa það í texta fréttarinnar, að skjálftinn hafi orðið um sex kílómetra fyrir norðan Grindavík. 

 


mbl.is Jarðskjálfti 4,1 að stærð á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykjanesbær heitir Reykjanesbær vegna þess að hann er á Reykjanesi. Og Reykjanes Unesco Global Geopark heitir ekki Reykjanes Peninsula Unesco Global Geopark af sömu ástæðu, Reykjanes Unesco Global Geopark er á Reykjanesi. Sjá má Keili, sem er á því sem sumir kalla Reykjanesskaga en heitir Reykjanes, á merki Reykjanes Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark logo

Þó varnarliðið hafi gefið Reykjanesinu nafnið Reykjanes Peninsula um miðja síðustu öld til aðgreiningar frá stað sem einnig heitir Reykjanes þá er Íslenskunin á þeirri nafngift ekkert sem þarf að taka upp.

Vagn (IP-tala skráð) 10.1.2021 kl. 17:47

2 identicon

Sá sem heldur að svokallað varnarlið hafi gefið Reykjanesskaganum nafn sitt ætti að líta í bók og reyna að hafa það heldur sem sannara reynist.

"Hvergi á íslandi hafa önnur eins umbrot orðið af jarðeldum á jafnlitlu svæði eins og á Reykjanesskaganum, og hvergi er..." segir í blaði gefnu út 1883. Þarf svosem ekki að fjölyrða um það meir.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 11.1.2021 kl. 20:08

3 identicon

Og það er fjarstæða að halda því fram að Reykjanesbær sé á Reykjanesi.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 11.1.2021 kl. 20:10

4 identicon

Ekki síður en halda því fram að Ísafjarðarkaupstaður sé við Ísafjörð.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 11.1.2021 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband