Hampurinn fékk engan hljómgrunn fyrir um 15 árum. Hvers vegna?

Nú er er orðið svo langt síðan áhugamaður um stórfellda ræktun hamps hér á landi reyndi að vekja athygli fjölmiðlal á því máli, að síðuhafi man ekki lengur hvað þessi ágæti maður hét. 

Hann nefndi margar ástæður til þess að í ljósi góðrar reynslu af hampinum erlendis væru prýðilegar aðstæður einnig hér á landi. 

En hann virtist reka sig á alls kyns mögulegar hindranir og dyr og málið hjaðnaði jafn skjótt og það hafði komist á dagskrá.  

Ef málið fær meiri byr nú en þá, væri fróðlegt að rifja upp hvað það var sem stöðvaði það hér um árið.  

Getur verið að það hafi verið vegna þess að það hreyfði við hagsmunum of margra, sem sátu á fleti fyrir af ýmsum ástæðum? 

 


mbl.is Fjallað um mögulega byltingu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband