12.1.2021 | 23:47
Breytingar á gatnakerfi og farartækjum í Brussel, París og víðar.
Það er mikil gerjun víða í umferðarmálum í Evrópu, svo sem í Brussel og París.
Champs-Élysées breiðstrætið er eitthvert hið þekktasta í heimi, og nokkrar af frægustu myndum frá Seinni heimsstyrjöldinni voru af herjum sem marséruðu eftir strætingu, þýski herinn 1940 og Frakkar og Bandamenn 1944.
Einnig myndin af Adolf Hitler í frægri Parísarför sinni með Eiffelturninn í baksýn.
Það er engin smáræðis breyting fólgin í því að gera þessa breiðgötu að garði, en sú mun ætlunin.
Margar fleiri breytingar á umferð eru eða hafa verið gangi í borgum eins og London og Brussel.
Þær varða ekki aðeins strætin og göturnar heldur líka þau farartæki, sem notuð eru.
Slík bylting hefur átt sér stað í Tæpei á Tævan varðandi rafhjól með útskiptanlegar rafhlöður, sem skipta má út á 757 skiptistöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Í Madrid eru slík farartæki að komast á dagskrá.
Áður hefur verið hér á síðunni sagt frá nýjum verksmiðjum Volkswagen í Barcelona.
Þár á að rísa miðstöð nýrra rafbíla með útskiptanlegum rafhlöðum, og sá fyrsti, SEAT Minomo, tveggja manna, er væntanlegur á markað á næsta ári.
Citroen verksmiðjurnar hafa þegar sett tveggja manna rafbílinn Citroen Ami á markað, sem mun kosta innan við 900 þúsund krónur. Hann hefur marga kosti en tvennt skortir, útskiptanlegar rafhlöður og hærri hámarkshraði en 45 km/klst.
Svona smábílar spara mikið rými í gatnakerfinu. Það er hægt að leggja 3-4 samhliða í eitt stæði því að hurðirnar opnast upp, og aka tveimur samhliða á akrein.
Ódáinsvöllum breytt í garð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.