17.1.2021 | 09:44
Eftir Marokkó kemur rauverulegur styrkur í ljós.
Ef leikur íslenska landsliðsins á HM við Marokkó verður svipaður glæsileiknum við Alsír, verður það að vissu leyti varasamur ávinningur.
"Leikkerfin voru stórkostlega vel útfærð" er setning sem er gegnumgangandi um leikinn við Alsír og hugsanlega líka um væntanlegan leik við Marokkó, en hætt er við að það verði ekki eins dásamlega auðvelt að útfæra þá á móti sterkari mótherjum, sem þá taka við og búa yfir sterkari leikmönnum sem þá taka við í leikjunum, sem erftir eru.
Góðir þjálfarar þeirra munu þá að sjálfsögðu hafa legið yfir myndum af leikkerfum Íslendinga og undirbúið viðbrögð öflugri leikmanna gegn þeim.
En engu að síður eru ungur aldur og mikil geta í bestu úrvaldsdeildum heims ávísun á það, að í núverandi liði Íslands búi efniviður í gullaldarlið, svo vitnað sé í Loga Geirsson.
Þetta var stórkostlega vel útfært | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.