Fær e-Up skæðan keppinaut?

Þótt rafbílar í millistærð seljist einna best hér á landi, eru enn ansi margir, sem ekki treysta sér til að eignast rafbíl, jafnvel ekki þá minnstu og ódýrustu. Þar virðist mörgum hafa sést yfir Volkswagen e-Up með því að vanmeta hann fyrirfram. 

Fyrstu misserin, sem hann var hér á markaði, voru rafhlöðurnar of litlar til þess að þær gætu gagnast nema helst innanbæjar. 

Þetta gerbreyttist hins vegar þegar rafhlaðan var stækkuð um 50% svo að drægnin stökk upp í 260 kílómetra samkvæmt WLP staðli eða aðeins meira en á Honda e, sem er heldur dýrari bíll. 

Við íslenskar aðstæður má reikna með því að komast frá Reykjavík til Akureyrar á e-Up með því að hraðhlaða á einni stöð á leiðinni, og það er vel af sér vikið hjá bíl, sem býður jafnvel upp á þægilegra innanrými í aftursætum en mun stærri rafbílar. Dacia Spring el-car (2)

Nú berast þær fregnir að Dacia verksmiðjurnar, sem eru í eigu Renault, ætli að gera atlögu að e-Up þegar nýr og fyrsti rafbíll Dacia, Dacia Spring, komi á markað síðar á þessu ári og muni jafnvel endurtaka leikinn hjá Duster hér á sínum tíma í verðlagningu; nánar tiltekið ekki aðeins ódýrasti rafbíllinn á markaðnum, heldur sá langódýrasti. 

Huganlega milljón krónum ódýrari en ódýrasti rafbíllinn er núna.Dacia Spring el-car aftan 

Spring er sagður vera byggður á kínverskum rafbíl á vegum Renault í Kína, og eru myndirnar hér á síðunni af þeim bíl.  Uppgefnar stærðartölur eru mjög svipaðar, til dæmis 2,49 m hjólahafið. 

Einhverju þarf að fórna, og hætt er við að einhverjum sýnist afl hreyfilsins lítið, aðeins 44 hestöfl. 

En þá ber þess að gæta að vegna þess að tog rafvéla er jafnt á öllu snúningssviðinu nýtast 44 hestöflin á við 60 til 70 á bensínhreyfli. 

Einnig er rafhlaðan á kínverska systurbílnum aðeins 27 KwSt, sem er miðja vegu á milli rafhlöðunnar í 1. kynslóð Nissan Leef og rafhlöðunnar í 2. kynslóð þess bíls. 

Ef þessi verður raunin verður drægið varla meira en 150 kílómetrar. En minni rafhlaða þýðir bæði sparnað á þyngd og verði. 

Á sínum tíma komu fordómar í gerð rangnefndra "austantjaldsbíla" í veg fyrir að Íslendingar fengju að njóta tilvistar Dacia bíla hér á landi, þar sem á tímabili var hægt að fá sjö sæta bíla fyrir stórar barnarfjölskyldu fyrir svipað verð og Yaris. 

Það verður spennandi að sjá Dacia Spring þegar og ef hann kemur hingað til land. Nú verða það ekki austantjaldsfordómar sem geta hamlað því, heldur kannski Kínafordómar. 

En í þetta sinn er ekki um tiltölulega afkastalitla bílasmiðaþjóð eins og Rúmena, heldur hafa Kínverjar verið mesta bílaframleiðsluþjóð heims í mörg ár og náð drjúgum árangri í smíði mun fjölbreyttari vélbúnaðar af ýmsu tagi en sést í fljótu bragði.

Ef Spring selst vel, þarf það ekki endilega að þýða það að sala á bílum, sem nú eru á markaðnum, muni skerðast sem því nemur, því að Dacia Spring myndi miklu frekar fara inn á svið ódýrustu bensínbílanna, ef af verður.    


mbl.is Upp og niður göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Burt með rafmagnið - Loftvélin er framtíðin!

Samanber þennan frábæra hlekk á Glópahlýnun: https://www.bilablogg.is/frettir/loftvelin

El lado positivo (IP-tala skráð) 19.1.2021 kl. 21:29

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Minni bílar eins og e-Up eða ítalskir smábílar ætlaðir í sendiferðir í suðlægum löndum henta ekki íslenskum aðstæðum. Oft stórhættulegir á vegum út á landi, misjafnlega ísuðum eða holóttum. Sami háskinn á brautum innanbæjar sem eru oft illa hannaðar og hættur á aftanákeyrslum. Í snjó oft ónothæfir.

Dellubílakallar verða að gæta sín þegar líf og limir fólks er í hættu. Hér er því miður alltof margar tegundir í umferð i fámennu landi. Hægt væri að forðast hrapleg mistök, sjúkralegur og bakmeiðsli ef almenningur væri betur upplýstur. Stjórnvöld, bílasalar og bílaáhugamenn sem eru leiðandi ættu að gera meiri kröfur um öryggi og endingu. Minnum okkur á að hægt var að fækka tíðum sjóslysum með átaki niður í ekkert á ári.

Sigurður Antonsson, 19.1.2021 kl. 21:37

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta verður að flokkast undir sleggjudóma hjá þér. Volkswagen e-Up fékk fimm stjörnur í öryggis- og árekstraprófunum NCAÐ en slík útkoma er fágæt, meira að segja hjá stærri bílum. Alveg fram á síðustu ár hafa til dæmis bandarískir pallbílar farið herfilega út úr slíkum prófum. 

Ómar Ragnarsson, 20.1.2021 kl. 00:48

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Oftrú á stórabjörninn verður mörgum að falli. Sama á við í rósagarði Volkswagen, þar eru flestir gæðabílar, ætlaðir við mismunandi aðstæður. Ófullkomin tæki við erfiðar og óblíða náttúru verður mörgum að falli. Þeir eins og aðrir í blómagarði þurfa aðhald og verða sterkari við málefnalega rýni.

Í lóugarði meistara íslenskra tungu, bak við jökull, í landi krumma, kríu og skúma er engu logið. Ásta Sigurðardóttir skáld í smásögunni Varnargarðurinn; Barnið grét með tryllingi og allir óþekku englakrakkarnir fóru að háskæla líka, þó engin heyrði til þeirra, nema telpan.

   

Sigurður Antonsson, 20.1.2021 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband