Þjóðþrifaverk sem lengi hefur verið samstaða um.

Þverun Þorskafjarðar með sinni miklu styttugu Vestfjarðavegar er þjóðþrifaverk sem hægt hefði verið að framkvæma fyrir löngu, því að í langflestum útfærslum á vangaveltum um leiðir fyrir veg um Gufudalssveiit hefur þessi þverun verið uppi á borðinu í öllum útfærslum nema þeiri, sem nefnd hefur verið af og til að lægi utar yfir fjörðinn.  

Enn eru til útfærslur, sem ekki hafa verið skoðaðar til hlítar, svo sem sú að á nokkurra kílómetra kafla kafla leiðar, sem lægi um eða framhjá Teigsskógi yrði vegna náttúruverðmætis svæðisins hafður 50 km hámarshraði líkt er á leiðinni um Bláskógaheiði norðan ÞIngvalla milli Almannagjár og Hrafngjár.  

Sá vegur liggur með lágmarks umhvefisröskun og svipað mætti íhuga við Teigsskóg ef þeirri skipan verður þvingað í gagn að ganga framhjá þeirri lausn sem minnstum óafturkræfum umhverfisspjöllum veldur: Að leggja göng undir Hjallaháls og hafa þau styttri en hingað til hefur verið haldið fram að því er virðist til þess eins að edikna þá leið út af borðinu. 


mbl.is Nýja brúin verður í sex höfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hvernig er þín hugmynd með göngin? Hvar verða gangnamunnarnir, viltu þá fara austan megin í Djúpafirði með veginn áfram vestur

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 20.1.2021 kl. 13:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir langt símtal við aðalverkfræðinginn á Ísafirði, þar sem hann vildi helst ekki veita mér upplýsingar um hugmynd hans, byrjaði hann þó á því að samþykkja þá ágiskun mína hvar gangamunninn Þorsafjarðarmegin hlyti að verða þar sem styst er undir utanverðan hálsinn. 

Eftir þennan áfanga var næsta ágiskun að miðað við uppgefna lengd ganganna yrði gangamunninn Djúpafjarðrmegin niðri við flæðarmál fyrir neðan svonefnd Krossgil. 

Við því fékkst jákvætt svar og þá var bara spurningin þessi: Af hverju þarf að teygja göngin svona langt þegar hægt væri að hafa þau um átta hundruð metrum styttri og spara þannig upp undir tvo milljarða króna. 

Svarið var að ef það yrði gert myndi verða 8 prósent bratti Djúpafjarðarmegin, sem væri allt of mikill bratti. 

Andsvarið við þessu var að núverandi bratti við Krossgilin væri 12 prósent og því yrðu 8 prósent mikil endurbót. Með því að lengja í veginum um nokkur hundruð metra væri hægt að ná brattanum niður í 6 prósent. Það myndi kosta aðeins brot af því sem spara mætti með styttri göngum, og þar að auki væri 8 prósenta bratti á mörgum stöðum á aðalvegum landsins, meðal annars á sjálfum hringveginum og vestur á Klettshálsi sem væri miklu oftar ófær en hálsarnir í Gufudalssveit. 

Síðan þyrfti ekki nema rúmlega 2ja kílómetra löng göng á milli Gufudals og Kollafjarðar til þess stytta leiðina um hátt í 10 kílómetra. 

Ómar Ragnarsson, 20.1.2021 kl. 17:45

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Fara þá yfir Ódrjugháls með veginn

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 20.1.2021 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband