Hvers vegna gáfust bæjarútgerðirnar ekki nógu vel?

Í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar komust sósíaliskir flokkar víða til valda í Evrópu og höfðu þeir ýmis konar þjóðnýtingu á stefnuskrá. Til dæmis komst Verkamannaflokkur Clements Attlee til valda í Bretlandi og þjóðnýtti meðal annars kolanámur. 

A Íslandi var Nýsköpunarstjórnin svonefnda við völd, en hún var samsteypustjórn þriggja flokka, Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins. 

Þegar þessi ríkisstjórn nýtti sér miklar erlendar gjaldeyrisinnistæður vegna stríðsgróða til þess að gera það að aðalatriði að endurnýja fiskiskipaflotann og aðrar eignir í sjávarútvegi. 

Í kjölfarið fengu bæjarútgerðir í Reykjavík og víðar togara og þjóðnýting færðist mjög í aukana. 

Framundan var nokkurra áratuga opinber rekstur, sem yfirleitt gekk illa og var rekinn með tapi. 

Fór svo að lokum að þær voru flestar einkavæddar og lauk þar með þessari tilraun. 

Nú er orðið það langt um liðið síðan þetta gerðist, að fólk og stjórnmálamenn sé þessi saga ekki kunnug.  

Af þeim sökum er ekki aðeins hollt að kafa ofan í af hverju þessi stóra tilraun mistókst, heldur ekki síður að hvaða leyti aðstæður eru öðruvísi núna eftir að bæði kvótakerfi og minni verðbólga hafa gengið í garð. 

 


mbl.is Kári vill félagslegt eignarhald í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það voru nú alskyns skrautleg útgerðarfyrirtæki sem komu og fóru á mínum uppvaxtarárum í Keflavík og stundum fengu félög lánað því banki/sparisjóður sáu það sem eina möguleikan á að fá eitthvað endurgreitt af eldri lánum

Maður heyrði líka sögur um að menn væru ráðnir sérstakelga til að sitja í biðstofunni hjá ráðherra til að biðja um fyrirgreiðslur.

En ég vil minnast að þegar kvótakerfið var sett á þá fengu bæjarútgerðir sinn hlut og þegar þrengdi að í rekstri bæjarins þá var kvótinn seldur og menn sendir á fund ráðherra til krefjast meiri kvóta til að halda bæjarfélaginu lifandi.

Grímur Kjartansson, 23.1.2021 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband