23.1.2021 | 21:13
2,5 km göng undir Bakkaselsbrekkuna?
Bakkaselsbrekkan svonefnda Öxnadalsmegin á háheiðinni hefur frá öndverðu verið einn helsti farartálminn á Þjóðvegi eitt, ekki aðeins vegna snjóflóðahættu heldur mest vegna hálku.
Þegar ekið er þennan spotta blasir við hve miklu það myndi muna, ef hægt væri að sleppa við þessa bæði of bröttu brekku, heldur ekki síður hálkuna í henni.
Miðað við hinn ógnarlanga óskalista yfir veggöng á Íslandi sýnist ólíklegt að á næstu áratugum verði farið í eitthvert hundrað milljarða króna risaævintýri ganga milli Hjaltadals og Hörgárdals að viðbættum vegatengingum til þess að þvæla Sauðárkróki inn í hringveginn.
Fjórir og fjölskylda fengu á sig flóðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri ekki ráð að gera gat gegnum Klettshálsinn fyrst ?
Þórhallur Pálsson, 23.1.2021 kl. 22:13
Ef þu ferð inn í heiðina við Bakkasel í 400 m hæð og kemur út í 500m hæð vestan við háheiðina 1 km austan við Grjótána eru það 3,2 km, styttri góng eru ekki ásættanleg.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.1.2021 kl. 23:19
Það fara líklega 50 sinnum fleiri bílar yfir Öxnadalsheiði en Klettsháls.
Ég hef mælt þennan vegarkafla við Bakkasel nokkrum sinnum og er sammála því að besta lengdin væri 3,2-3,5 kílómetrar. En meðalkostnaður við jarðgöng er uppgefinn um 2,5 milljarðar á kilómetra og þá er freistandi að spara um tvo milljarða.
Ómar Ragnarsson, 24.1.2021 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.