Fallbeygingar eru á undanhaldi.

Frá öndverðu hafa íslensk nafnorð verið í fjórum föllum og fallbeygingarnar verið eitt af sterkum einkennum málsins. 

Nú er hægt og sígandi sótt að þessari hefð og má sem dæmi nefna eina marglesna útvarpsauglýsingu þar sem heitið Útilíf er nefnt þrisvar án þess að hlíta fallbeygingu. 

Fólk er hvatt til að vera í Útilíf, koma við í Útilíf og versla á Útilíf. Ekki versla í Útilífi heldur versla á Útilíf. 

Sama er að segja um verslanir sem enda á orðinu "..kaup", en það er alveg hætt að beygja þetta heiti eftir atvikum. 

Með sama áframhaldi á undanhaldi fallbeyginga má hugsa sér eftirtaldar setningar: 

"Hann hefur lifað góðu líf."  "Hún gerði gott kaup í Hagkaup."  "Hann kvartar undar lágu kaup."  


mbl.is Mannanafnalög ógni hugsanlega málkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband