"...Því gerist það ansi oft..."

Hermt er í frétt að kista með lofti eingöngu hafi verið jarðsett án líks í grænlensku þorpi. Það flækir hins vegar málið hér á landi ef þessi frétt er bara lesin í útvarpi. 

 

Loftur er ágætis nafn 

og af því er nokkurt safn. 

Því gerist það ansi oft 

að menn jarðsetja Loft. 


mbl.is Jarðsettu tóma líkkistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Ja, þetta uppgötvaðist vegna þess að "Loftur" fékk sína hinstu ósk uppfyllta. Hann hafði beðið um að fá gemsann sinn með sér í gröfina. Einhverjum varð á að hringja í hann frá Danmörku, sem ekki vissi að hann var látinn og þá fóru menn að heyra nokkuð margar upphringingar og skilaboð á líkkistulagernum. Með heimshitnun verður þetta vandamál úr sögunni. Þá finna menn Loft áður en batteríið í símanum hans er úturið.

FORNLEIFUR, 27.1.2021 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband