27.1.2021 | 19:22
Tuttugu ára afmæli "marslandsins" Íslands.
Fyrir tuttugu árum kom maður að nafni Bob Zubrin í heimsókn til Íslands á vegum Alþjóðasamtaka áhugafólks um ferðir til Mars.!
Um svipað leyti hafði tímarirtið Time verið með forsíðumynd af Zubrin tileinkaða margra blaðsíðna umfjöllun um viðfangsefni NASA og samtaka Zubrins.
Slíkar umfjallanir blaðsins hafa flokkast sem "Cover story" og þykir slíkt talsverð viðurkenning fyrir gildi forsíðuumfjöllunarinnar.
Zubrin kom til Íslands til þess að kynna sér aðstæður hér á landi til þess að stunda rannsóknir og æfingar geimferða í marsferðum framtíðarinnar.
Flogið var með hann og Viðar Víkingsson, íslenskan förunaut hans yfir Kverkfjöll og til Mývatns.
Þremur árum síðar kom heil sendinefnd frá samtökum marsfaraáhugafólks, hámenntað fólk í ýmsum vísindagreinum og fór hún norður í Gjástykki til skoðunar á hugsanlegum æfinga- og rannsóknarsvæði þar vegna marsferða.
Ísland heldur áfram að vera áhugavert í þessu efni, og sást það vel í nýlegum sjónvarpsþáttum um sólkerfið og reikistjörnurnar, því að þegar sýndar voru myndir af mars og fjallað um þá reikistjörnu voru myndskeið frá Íslandi notadrjúg.
Undirbýr flug á Rauðu plánetunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Uppphaf ógæfunnar er það þegar menn fóru i að hafa frítt í sum göng en ekki önnur. Ef við hefðum ákveðið að notkunargjöld fylgdu öllum jarðgöngum þá værum við að grafa víða r en í dag. Færeyingar gera þetta og þeir eru í fararbroddi í gangagerð.
Halldór Jónsson, 27.1.2021 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.