Línurnar, sem núna eru að byrja að skýrast varðandi Republikanaflokkinn, stefna honum í klofning; - með eða móti Trump.
Fyrri klofningur í flokknum þegar Ross Perot bauð sig fram færði Bill Clinton forsetaembættið á silfurfati.
Aðalástæðan fyrir því að flokkurinn klofni núna er sú gegnumgangandi hegðun Trumps á öllum hans ferli, sem hann hefur meira að segja lýst í eigin bók, að allir, sem keppa við hann um vinsældir og framgang, skiptist í tvo hópa, þar sem annar hópurinn hafi ekki viljað hlýða honum í einu og öllu, og því sé það ófrávikjanleg regla að að skrifa nöfn þeirra hjá sér í sérstaka bók og "refsa" slíkum mönnum með því að safna sem flestum málum, sem hægt sé"að hafa á þá."
Af þeim toga var hið fræga símtal hans við forseta Úkraínu, þar sem hann var beðinn um að finna eitthvað á Joe Biden þar í landi og þessu jafnfram fylgt eftir með ákveðinni tegund af fjárkúgun, sem fólst að láta ógert að greiða umsaminn styrk Bandaríkjanna við Úkraínu.
Nú um daginn heyrði heimurinn síðan allur hótanaviðtal hans við innanríkisráðherrann í Georgíu, sem vildi ekki hlýðnast Trump þótt hann væri flokksbróðir hans, og fékk framan í sig ítrekaðar og skýrar hótanir um að hann "væri að koma sér í hættulega stöðu fyrir hann sjálfan".
Sama á við um alla þá Republikana sem Trump telur hafa brugðist sér eða að einhverju leyti staðið í vegi fyrir frama hans og skjálfa nú eins og strá í vindi af hræðslu við það, sem hann kynni að gera þeim til miska í refsingarskyni.
Og flest virðist benda til að það muni hann geria.
Og þetta á við flest svið stjórnmála, líka alþjóðastjórnmál, því að þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi ekki atkvæði eins og Trump vildi, greindi hann frá því að nöfn þessara ríkja yrðu skráð niður og þeim refsað tilhlýðilega.
Segja sig úr flokknum og kalla hann Trump-söfnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður vafalaust nokkurs konar "landshreinsun" fyrir Trump og Repúblikanaflokkinn, að losna við þessa menn úr flokknum, sem hafa verið kallaðir "nashyrningar", - (Rinos, = Rebublicans In Name Only), - það er; ... þeir sem eru bara flokksmenn að nafninu til.!
Tryggvi Helgason, 2.2.2021 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.