Undralöng töf á löngu, löngu tímabæru verki.

Nú eru meira en 30 ár síðan byrjað var að tala um möguleikana á að byggja Sundabraut og raunar enn lengri tími siðan hugmyndin var fyrst nefnd.DSC09431

Þessi samgöngubót hefur , beint gagn fyrir meira en 80 prósent landsmanna; styttir leiðina frá fjórum landshlutum, Austurlandi, Norðurlandi, Vestfjörðum og Vesturlandi til Reykjavíkur og Suðurnesja um sjö kílómetra ef rétt er munað. 

Styttingin sést ekki aðeins á korti heldur líka út um gluggan hjá síðuhafa, þar sem á víðari myndinni er horft til norðurs og núverandi leið liggur í hægri jaðri myndarinnar um Mosfellsbæ og þaðan þvert yfir alla myndina vestur á Kjalarnes. DSC09429

Á þrengri myndinni er horf eftir fyrirhuguðu stæði brautarinnar. 

Það má alveg spá því að eftir nokkra áratugi muni fólk undrast, hvernig í ósköpunum það tókst að tefja svo lengi fyrir svo miklu þjóðþrifaverki.  


mbl.is „Hef trú á að brúin trompi allt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umræða um Sundabraut kemur upp reglulega. Jafn reglulega og kosningar til Alþingis.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 3.2.2021 kl. 20:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kjaftapakkið í Borgarstjórn undir forystu Dags mun aldrei byggja eitt né neitt, hvorki brýr né göng. 

Halldór Jónsson, 3.2.2021 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband