4.2.2021 | 13:18
Gagnkvæmt fálæti og tortryggni Vesturlandaþjóða og Rússa.
Saga Rússlands er lituð af togstreitu, átökum og tortryggni milli þeirra og Vesturlanda.
Það olli því að löngum hafa svokallaðir "sterkir leiðtogar" og fræknir hershöfðingjar verið hafðir í miklum metum heimafyrir í Rússlandi, svo sem Ívan grimmi, Pétur mikli, Katrín mikla, Lenin, Stalín og Zukof.
Rússar sýna stundum sjálfir blöndu af stærilæti og minnimáttarkennd, og þar í landi er hugtakið Seinni heimstyrjöldin aldrei notað, heldur "Föðurlandsstríðið mikla 1942-45.
Ein afleiðing þess að tala Rússa niður hefur verið fálæti og tortryggni og er hægt að nefna mörg dæmi um slíkt.
Þannig var því mjög hampað á Vesturlöndum að tímamót Seinni heimsstyrjaldarinn hefðu verið í orrustunni við El Alamein í október 1942 þegar hið rétta var, að tíu sinnum færri hermenn tóku þátt í þeirri orrustu en orrustunni við Stalingrad, sem var háð um áramótin 1942-43, auk þess sem mannfall í þeirri rússneksu orrustu var 30 sinnum meira en við El Alamein.
Lengi vel mátti sjá því haldi fram að sendingar Vesturveldanna til Sovétmanna á hergögnum og ýmsum nauðsynlegum varningi hefði ráðið úrslitum í styrjöldinni. Auðvitað höfðu þessar sendingar sín áhrif en þegar betur hefur verið gætt síðar hefur komið í ljós að það sem úrslitum réði var hin gríðarlega framleiðsla á hergögnum í krafti þjóðarátaks Rússa, sem var eitt að mestu afrekum sögunnar.
Hergagnasendingarnar að vestan eru taldar hafa numið um 7 prósentum af framleiðslunni í heild.
Með hinum fálætislegu ummælum um Rússa fylgdi lengi hve sú fullyrðing miklu betri hergögn Vesturveldanna hefðu verið en hin rússnesku. Hið sanna má hins vegar meðal annars sjá í ummælum Hitlers í ávarpi til þjóðar sinnar eftir ófarirnar við Moskvu, að engan hefði óraði fyrir því að Rússar gætu framleitt 30 þúsund flugvélar á ári og meira en 80 þúsund skriðdreka af gerðinni T-34, sem Eisenhower nefndi ásamt vígvalla eldflaugunum Katusha sem þau helstu vopn Bandamanna, sem þeir hefðu unnið styrjöldina með ásamt jeppanum, DC-3 og kjarnorkusprengjunni.
Skriðdrekarnir, sem Rússum voru sendir, stóðu langt að baki T-34 og var aðeins hægt að nota þá sem stuðningstæki að baki víglínunni.
Spitfire orrustuflugvélarnar voru lengi rómaðar á Vesturlöndum sem bestu orrustuflugvélar stríðsins, en Rússar fengu aðeins sendar lakari vélar af Hurricane gerð, og á síðari árum ber flestum sérfræðingum saman um að rússneska vélin Yak-3 hafi verið öflugasta orrustuflugvélin í návígi og að hin bandaríska Mustang vél huganlega besta aliða orrustuflugvél stríðsins.
Fyrsta og eina nothæfa orrustuþota stríðsins og þar með besta orrustuflugvélin var raunar þýsk, Messerschmitt 262, en hún kom of seint til skjalanna.
Geta rússnesku vélarinnar Yak-3 sýna ráðleggingar yfirmanna Luftwaffe til flugmanna á Messershcmitt Bf 109 á austurvígstöðvunum þess efnis, að ef þeir sæu Yak-vél með bungu á nefinu, skyldu þeir forða sér strax.
Í geimkapphlaupinu sem byrjaði með fyrsta gervihnettinum og fyrsta geimfaranum, komu Rússar Bandaríkjamönnum heldur betur á óvart.
Rússum sýnd tortryggni fyrir fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.